fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Fréttir

Gummi Kíró ætlar að gera betur og stofnar nýja Kírópraktorstöð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. júní 2025 11:59

Gummi Kíró Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, var að opna nýja kírópraktorstöð, Kíró RVK.

Gummi stofnaði fyrirtækið AUTUMN ehf. í nóvember 2024 og rekur Kíró RVK undir því. En í sama mánuði var gamla fyrirtæki hans, Kírópraktorstöð Reykjavíkur, úrskurðað gjaldþrota.

Nafninu á fyrirtækinu var breytt í GBN-2024 ehf. tveimur vikum áður. Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur tæplega 35 milljónir króna. Engar eignir fengust upp í lýstar kröfur í þrotabúi félagsins og var skiptum lokið 23. apríl.

Sjá einnig: Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Gummi stofnaði Kírópraktorstöð Reykjavíkur árið 2017 og stóð starfsemi þess allt til ársins 2023, þegar hann færði sig yfir á stofuna Líf Kíró í eigu Vignis Þórs Bollasonar.

Sjá einnig: Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Mynd/Instagram

Sagðist ætla að gera betur næst

Áhrifavaldurinn opnaði sig um gjaldþrotið í samtali við Smartland í nóvember.

„Það má segja að þetta hafi byrjað í COVID þar sem röð mistaka gerði það að verk­um að það safnaðist upp skuld­ir hjá fé­lag­inu. Fyr­ir­tæki fengu þann mögu­leika á að frysta greiðslur til skatts­ins eða staðgreiðslu vegna launa­greiðslna sem við nýtt­um okk­ur á sín­um tíma. Laun hjá fyr­ir­tæk­inu voru há og skuld­in hækkaði hratt,“ sagði hann.

Gummi á nýju stofunni. Mynd/Instagram

„Ég náði að lækka heild­ar­skuld­ir heil­mikið niður en síðasti hjall­inn var skatt­ur­inn og á end­an­um náði ég ekki að semja við hann. Skatt­ur­inn er harður hús­bóndi þegar kem­ur að rekstri en ég sem bet­ur fer náði að greiða allt annað niður. Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur sem ég tek með mér og mun gera enn bet­ur.“

Sjá einnig: Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Í mars stofnaði Gummi annað fyrirtæki, Atelier Agency, umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda, ásamt Kristjönu Björk Barðdal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi