fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Óttast að raðmorðingi sé kominn á kreik – Þrettánda líkið fannst í skóglendi nærri Boston

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júní 2025 20:30

Adriana Suazo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í fjórum fylkjum Bandaríkjanna eru orðnir eru uggandi yfir fjölda óútskýrða dauðsfalla í fylkjunum á skömmum tíma og óttast að raðmorðingi sé kominn kreik. Í byrjun júní fannst lík hinnar 21 árs gömlu Adrönu Suazo í skóglendi nærri borginni  Milton, sem er suður af Boston. Um er að ræða þrettánda líkið sem finnst í fylkjunum Massachusetts, Connecticut, Rhode Island og Main á nokkrum mánuðum. Öll eru málin óútskýrð og enn í rannsókn.

Hin dularfulla hrina dauðsfalla hófst þann 6. mars síðastliðinn þegar lík hinnar 35 ára gömlu Paige Fannon fannst ofan í Norwalk-á í Connecticut. Svo ólíklega vildi til að sama dag hafði hauskúpa af manni fundist nærri bænum Plymouth í Massachusetts-fylki. Tæpum tveimur vikum síðar fannst lík hinnar 58 ára gömlu Suzanne Wormser í Groton í Connecticut. Lík hennar hafði verið brytjað niður og komið fyrir í skjalatösku. Herbergisfélagi hennar var handtekinn á vettvangi en dó síðar í gæsluvarðhaldi en óvíst er um aðild hans að málinu.

Síðustu mánuði hefur síðan verið tilkynnt um líkfundi á nokkurra vikna fresti í áðurnefndu fylkjunum fjórum og eru íbúar fylkjanna farnir að vera uggandi samkvæmt umfjöllun New York Post. Fjöldi þessara óútskýrðu dauðsfalla þykir vera óvenjulegur en lögregluyfirvöld vilja þó ekki slá neinu föstu varðandi hvort að málin tengist. Eins og er þykir það ólíklegt í ljósi þess engin tengsl, bein eða óbein, virðist vera milli hinna látnu og ekkert hafi fundist á vettvangi líkfundanna sem tengir málin saman. Fórnarlömbin eru þá á öllum aldri og þá virðast dánarorsakirnar vera fjölbreyttar, sem væri frekar óvenjulegt ef raðmorðingi væri á kreiki.

Er skemmst að minnast málsins gegn, Rex Heuermann – raðmorðingjans með Íslandstenginguna – en hann herjaði aðallega á ungar vændiskonur og losaði sig við líkin með svipuðum hætti og á sömu slóðum eftir að illvirkinu var lokið.

Hin 21 árs gamla Suazo sást síðast lifandi þann 29. maí en  fannst síðan látin af vegfaranda sunnudaginn 1. júní kl. 11:45 að staðartíma. Ekki fundust augljós sár eða áverkar á líkama hennar og lögregla bíður skýrslu réttarlæknis um dánarorsök .

Foreldrar hennar hafa stigið fram og harmað dauða hennar og krafið yfirvöld um svör. Enn sem komið er verjast yfirvöld þó frétt og segja málið í rannsókn. Eru íbúar hvattir til þess að anda rólega og leyfa rannsókn málanna að klárast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda