fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna slyss við Brúará

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. júní 2025 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið viðbragð var við Brúará við Hlauptungufoss eftir að tilkynning barst um kl. 16:15 að einstaklingur hefði fallið í ána.

Einstaklingurinn er fundinn en ekki er hægt að veita upplýsingar um ástand hans að svo stöddu. Um er að ræða erlendan ferðamann.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er einnig á leið á svæðið.

Mikið viðbragð var boðað, straumvatnsbjörgunarhópar frá björgunarsveitum á suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, sjúkrabifreiðar frá Heilbrigðisstofnun suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tjáir sig um áformin umdeildu – „Hún er algjörlega forljót“

Egill tjáir sig um áformin umdeildu – „Hún er algjörlega forljót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur sem fékk ekki starfsleyfi á Íslandi fór aftur í sálfræðinám en það dugði ekki til

Sálfræðingur sem fékk ekki starfsleyfi á Íslandi fór aftur í sálfræðinám en það dugði ekki til