fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Hætti að láta heyra frá sér í ágúst 2010 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þrítuga Izabela Zablocka var vön því að færa fjölskyldu sinni í Póllandi reglulega fréttir af sér. Izabela var búsett í Bretlandi, Normanton-hverfinu í Derby nánar tiltekið, en í ágúst 2010 hætti skyndilega að heyrast frá henni.

Izabela kom til Bretlands árið 2009 til að vinna og reyndi fjölskylda hennar hvað hún gat að hafa upp á henni eftir að það hættist að heyrast frá henni. Það var hins vegar ekki fyrr en fyrr á þessu ári sem formleg tilkynning um hvarf hennar barst og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn málsins.

Lögreglan í Derbyshire hefur nú tilkynnt að lík hafi fundist í tengslum við leitina að Izabelu. Í frétt BBC kemur fram að líkamsleifarnar hafi fundist í garði við hús sem Izabela bjó í áður en hún hvarf. Telur lögregla allar líkur á að líkið sé af Izabelu.

Fjórir hafa nú verið handteknir vegna rannsóknar málsins og liggja þeir undir grun um að hafa ráðið henni bana. Hinir handteknu eru tvær 39 ára konur, 43 ára kona og 41 árs karlmaður.

Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögregla að nú taki við vinna við að bera kennsl á líkið. Viðbúið er að sú vinna geti tekið nokkrar vikur. Þá hafa aðstandendur Izabelu í Póllandi verið upplýstir um málið. „Hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði lögregla í yfirlýsingu til BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags