fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Fréttir

Þóra Kristín tætir Sjálfstæðisflokkinn í sig – „Þeir eru skjálfandi af heift og bræði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júní 2025 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fjölmiðlakona og upplýsingafulltrúi, segir að stöðugt uppnám sé í herbúðum Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn þurfti að yfirgefa Stjórnarráðið.

Þóra Kristín gerir mál hins 17 ára Oscars Anders Bocanegra Florez að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og þá ákvörðun Víðis Reynissonar, formanns allsherjar- og menntamálanefndar, að fara fram á frestun brottvísunar hans.

Hefur Víðir meðal annars verið sakaður um að rjúfa trúnað og fara fram í umboðsleysi. Morgunblaðið fjallar til dæmis ítarlega um málið í dag undir fyrirsögninni Uppnám í allsherjarnefnd vegna Víðis.

Þóra Kristín segir í færslu sinni að þingmenn valdaflokksins séu ekki í karakter í núverandi hlutverki, þeir gargi og gagnrýni allt laust og fast, alltaf jafn reiðir og hneykslaðir sama hvert tilefnið er.

„Nú er það framganga Víðis sem kvelur þau, hann vildi ekki horfa þegjandi upp á að 17 ára unglingur, sem býr hér í skjóli fósturforeldra sem taka ábyrgð á honum, yrði dreginn fram úr rúmi sínu og fluttur nauðungarflutningi á götuna í Kólumbíu, meðan einungis eru nokkrir dagar þar til Alþingi tekur afstöðu til þess hvort hann fær ríkisborgararétt á Íslandi.“

Þóra segir að það eina sem Víðir gerði hafi verið að vekja athygli á því að það gæti borgað sig að bíða eftir niðurstöðu áður en lögregla hæfist handa við brottflutning.

„Þingmenn flokksins liggja á hundaflautunni og krefjast þess að fá höfuð Víðis á fati og að framtíð þessa unglings verði lögð í rúst, þeir eru skjálfandi af heift og bræði. En uppnámið er í grunninn vegna þess, að þau telja að valdarán hafi verið framið í landinu. Það sé hérna vinsæl ríkisstjórn, án þess að þau og sérhagsmunir skjólstæðinga þeirra eigi nokkra aðkomu að henni.“

Þóra Kristín er ómyrk í máli í garð Sjálfstæðisflokks.

„Þau eru ekki í karakter í minnihluta, kunna ekki að reka málefnalega og einarða stjórnarandstöðu og vera ósammála án þess að saka viðmælandann í sífellu um lögbrot og heimta refsingar. Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð. Þau eru varla hættuleg, frekar gráthlægileg og stundum alveg óbærilega leiðinleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi