fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Handtóku eftirlýstan mann sem falaðist eftir vændi í Langholtshverfi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júní 2025 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann fyrir vændiskaup í hverfi 104 í Reykjavík í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þegar maðurinn var kominn í hendur lögreglu kom í ljós að hann var eftirlýstur fyrir annað afbrot. Var hann því færður í fangaklefa í kjölfarið.

Talsvert var um ýmis afbrot í höfuðborginni í dag. Tveir drengir, 16 ára gamlir, voru teknir keyrandi á bifreið um borgina sem þeir höfðu augljóslega ekki réttindi til.

Þá var maður handtekinn fyrir að brjótast inn í sundlaug í miðborginni og annar var handtekinn fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna.

Eitthvað var um að menn væru teknir undir áhrifum undir stýri. Reynt var að stöðva einn ökuþór sem keyrði á móti umferð og á umferðarskilti í úthverfi. Sá lagði á flótta á tveimur jafnfljótum en lögreglumenn hlupu hann uppi. Hver ástæða hegðunarinnar var liggur ekki fyrir en lögreglan rannasakar málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“