fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Handtóku eftirlýstan mann sem falaðist eftir vændi í Langholtshverfi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júní 2025 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann fyrir vændiskaup í hverfi 104 í Reykjavík í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þegar maðurinn var kominn í hendur lögreglu kom í ljós að hann var eftirlýstur fyrir annað afbrot. Var hann því færður í fangaklefa í kjölfarið.

Talsvert var um ýmis afbrot í höfuðborginni í dag. Tveir drengir, 16 ára gamlir, voru teknir keyrandi á bifreið um borgina sem þeir höfðu augljóslega ekki réttindi til.

Þá var maður handtekinn fyrir að brjótast inn í sundlaug í miðborginni og annar var handtekinn fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna.

Eitthvað var um að menn væru teknir undir áhrifum undir stýri. Reynt var að stöðva einn ökuþór sem keyrði á móti umferð og á umferðarskilti í úthverfi. Sá lagði á flótta á tveimur jafnfljótum en lögreglumenn hlupu hann uppi. Hver ástæða hegðunarinnar var liggur ekki fyrir en lögreglan rannasakar málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda