fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fréttir

Hvetur Trump til að hirða SpaceX af Elon Musk eftir atburði gærkvöldsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júní 2025 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvattur til að hirða SpaceX úr höndum auðkýfingsins Elon Musk eftir að upp úr sauð á milli þeirra í gær.

SpaceX er flugtækniframleiðandi og geimferðafyrirtæki sem Musk stofnaði árið 2002.

Eins og kunnugt er lét Musk af störfum fyrir ríkisstjórn Trumps í síðustu viku og virðist vinskapurinn á milli þeirra hafa súrnað mikið síðustu daga. Hefur Musk til dæmis gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og sagt að með því muni hann keyra Bandaríkin í þrot.

Sjá einnig: Skotin ganga á víxl í ævintýralegum deilum – „Tími til að varpa stóru sprengjunni. Donald Trump er í Epstein-skjölunum“

Í gær sauð svo endanlega upp úr þegar Musk varpaði sprengju á samfélagsmiðlinum X. „Tími til að varpa stóru sprengjunni. Donald Trump er í Epstein-skjölunum. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að þau hafa ekki verið opinberuð. Eigðu góðan dag DJT!“

Hann hvatti svo fólk til að geyma færsluna fyrir framtíðina því sannleikurinn muni koma fram. Trump svaraði fyrir sig og sagði að Musk hefði sturlast því hann tók frá honum rafbílaafsláttinn. Skotin gengu áfram og hótaði Musk því síðan að hann myndi hætta notkun á Dragon-geimfarinu sem gegnir lykilhlutverki í að ferja geimfara NASA til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Fjórir bandarískir geimfarar eru nú í Alþjóðlegu geimstöðinni.

Tveir mánuðir eru liðnir síðan Dragon-geimfarið kom tveimur bandarískum geimförum til bjargar, þeim Suni Williams og Butch Wilmore, en þau höfðu verið strandaglópar í Alþjóðlegu geimstöðinni í 286 daga.

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trumps, kallaði eftir því í kjölfarið að Trump myndi þjóðnýta SpaceX, taka fyrirtækið úr höndum Musk, og beita hinni svokölluðu Defence Production, þjóðaröryggisráðstöfn sem á rætur að rekja til Kóreustríðsins.

Í frétt Mail Online er bent á að í reynd gæti það reynst erfitt að gera SpaceX, sem er einkafyrirtæki, upptækt. Þótt fyrrnefnd þjóðaröryggisráðstöfun veiti forsetanum víðtækar heimildir í þágu þjóðaröryggis þá veita þau ekki beinlínis heimild til að þjóðnýta fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tjáir sig um áformin umdeildu – „Hún er algjörlega forljót“

Egill tjáir sig um áformin umdeildu – „Hún er algjörlega forljót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur sem fékk ekki starfsleyfi á Íslandi fór aftur í sálfræðinám en það dugði ekki til

Sálfræðingur sem fékk ekki starfsleyfi á Íslandi fór aftur í sálfræðinám en það dugði ekki til