fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

12 ára stúlka spurði móður sína hvort gulur væri góð einkunn – „Ég eiginlega gat ekki svarað“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júní 2025 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólamál hafa verið áberandi í umræðunni síðasta árið, en íslenskir grunnskólanemendur hafa komið illa út í PISA-könnunum og menntamál eru sögð í ólestri, einkum eftir að samræmd próf voru afnumin án þess að annað samræmt námsmat tæki við.

Samkvæmt niðurstöðu PISA 2022, sem opinberuð var í desember 2023, hafði hrun átt sér stað í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi á árunum 2018-2022 og mældist Ísland undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum.

Foreldrar hafa gagnrýnt hversu erfitt er að fá upplýsingar um stöðu barna í námi en skólar hafa heimild til að velja sér matskvarða fyrir nemendur í 1.- 9. bekk en er þó skylt að útskrifa nemendur með einkunnir á skalanum A til D. Dæmi eru um að námsárangur sé metinn í tölustöfum, bókstöfum, litum, táknum eða með umsögn.

Skólum varð skylt að gefa útskriftarnemum einkunnir í formi bókstafa í stað tölustafa vorið 2016 í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011.

Móðir 12 ára stúlku birti í dag grein hjá Vísi þar sem hún sagði að meira að segja nemendur eigi erfitt með að átta sig á námsmati sínu.

„Mamma er gulur góð einkunn? Þetta er setning sem 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn,“ skrifar Díana Dögg Víglundsdóttir.

„Ég eiginlega gat ekki svarað,“ bætir hún við. Hvort þýðir gulur að barnið sé á góðri leið eða að það þarfnist þjálfunar. Grænn þýðir að hæfni sé náð en aðrir litir hafa þvælst fyrir Díönu og dóttur hennar. Hún veltir fyrir sér hvort börnin séu að fá skýr og hvetjandi skilaboð í skólakerfinu. Sjálf fékk Díana einkunnir með tölum á bilinu 0-10. Þá var auðvelt að átta sig á stöðunni. Nemendur gátu borið saman bækur sínar og eftir atvikum lagt harðar að sér til að ná samnemendum sínum. Þau vissu hvar þau stóðu og hvað þau þyrftu að gera til að bæta sig.

Vinkona dóttur Díönu er í öðrum skóla þar sem árangur er metinn með bókstöfum. Ekki gátu vinkonurnar borið saman bækur sínar. Hvað þýðir B+ í samanburði við gulan?

„Ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum,“ skrifar Díana og bendir á að þar að auki viti nemendur ekkert endilega hvað þeir geti gert til að fá betri lit, til að ná hæfnisviðmiði með grænum. Mögulega útskýri þetta verri árangur nemenda í dag, það sé ekki verið að ögra þeim á réttan hátt. Það sé ekki hægt að krefja nemendur um að bæta sig ef þau vita ekki hvernig þau fara að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Í gær

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“