fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Helgi leitar manns: Hvarf í Vestmannaeyjum 26 ára gamall – Óskiljanlegt að málið hafi ekki verið tilkynnt lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Bernódusson, gamall Eyjamaður og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, leitar nú manns sem ekkert virðist hafa spurst til síðan hann hvarf í Vestmannaeyjum árið 1963, 26 ára gamall.

Helgi skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið um þetta mál.

„Árið 1963 hvarf í Vest­manna­eyj­um 26 ára gam­all Ung­verji, Imre Bácsi. Hann var „ljúf­ur og in­dæll dreng­ur“ eins og einn heim­ild­armaður seg­ir. Imre hafði þá dval­ist í Eyj­um í sjö ár og unnið lengst af í Vinnslu­stöðinni. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað af hon­um varð,“ segir hann í upphafi greinar sinnar og bendir á að Imre hafi verið í hópi þeirra 52 ung­versku flótta­manna sem komu til Íslands und­ir árs­lok 1956.

Af þessum rúmlega 50 flóttamönnum fóru 10 til Vestmannaeyja, tvær fjögurra manna fjölskyldur, Horváth og Duzsík, auk tveggja ein­stak­linga, Istvan Juhasz og Imre Bácsi.

Gat rekið afdrif allra nema hans

„Sumt af þessu fólki man ég vel sem barn og ung­ling­ur í Eyj­um. Ein úr hópn­um, jafn­aldra mín og þá ná­granni, lif­ir enn og býr hér á landi,“ segir Helgi.

Hann tók sig til fyrir um fjórum árum og skrifaði grein sem birtist í jólablaði Fylkis í Eyjum um komu Ungverjanna til Vestmannaeyja. Gat Helgi rakið afdrif allra þeirra, nema Imre Bácsi. Byggðist greinin á minningum hans sem og munnlegum og skriflegum heimildum.

„Fjöl­skyld­urn­ar tvær fóru frá Eyj­um eft­ir fjög­ur ár, flutt­ust fyrst á Suður­nes en fóru svo þrem­ur árum seinna aft­ur til Ung­verja­lands þegar grið voru heit­in þeim flótta­mönn­um sem aft­ur sneru. Istvan og Imre urðu hins veg­ar eft­ir í Eyj­um og Istvan (1935-2004) festi ráð sitt fljót­lega og bjó þar til æviloka. Imre (f. 1936) vildi líka búa eitt­hvað áfram í Eyj­um og vinna þar. En síðan hverf­ur hann úr sög­unni, spor­laust að því er virðist. Í grein minni gat ég ekki skrifað neitt með vissu um af­drif Imre þótt ég reyndi að kanna málið, heyrði þá aðeins laus­lega get­gát­ur.“

Enginn tilkynnti hvarfið til lögreglu

Helgi segir óskiljanlegt að enginn skyldi hafa tilkynnt lögreglunni í Eyjum um hvarf Imre eftir svo langa búsetu hans hér á landi – og segir Helgi engu líkara en hann nyti ekki fullra mannréttinda. Þá segir hann að enginn virðist hafa grennslast nánar fyrir um hvað af honum varð.

„Þetta mál hef­ur valdið mér tals­verðum heila­brot­um. Við frek­ari eft­ir­grennsl­an eft­ir að Fylk­is-blaðið kom út fann ég nokkr­ar heim­ild­ir um vinnu Imre og dvöl í Eyj­um, hina síðustu frá því í maí 1963 (út­svars­greiðsla til bæj­ar­ins). Nafn hans og heim­il­is­fang reynd­ist svo vera á íbúa­skrá þar 1963, en hann er strikaður út af henni 1965 án at­huga­semda.“

Helgi segist hafa heimild fyr­ir því að Imre hafi sagt sam­lönd­um sín­um, er þau kvöddu hann og héldu brott frá Eyj­um haustið 1960, að hann vildi fara heim til Ung­verja­lands, en kæmi á eft­ir þeim eitt­hvað síðar og léti þá vita af sér.

„Hann fékk ein­um úr hópn­um miða með nafni móður sinn­ar og heim­il­is­fangi henn­ar. Þegar sá hafði sam­band við móður­ina, nokkru eft­ir að hann var kom­inn til Ung­verja­lands á ný, hafði hún ekk­ert heyrt frá Imre, syni sín­um.“

Tilraunir engu skilað

Helgi kveðst hafa gert ýmsar tilraunir, meðal annars í Ungverjalandi, til að kanna hvort Imre hafi snúið aftur til heimalands síns en engar heimildir séu um það. „Ég hef samt ástæðu til að ætla að upp­lýs­ing­ar kunni að liggja fyr­ir um af­drif Imre,“ segir hann í grein sinni.

„Spyrja má hvern varði nú um ör­lög flótta­manns sem kom hingað fyr­ir 67 árum? En þá verður að hafa í huga að nær sam­huga þjóð veitti hon­um hér skjól haustið 1956 eft­ir inn­rás Rússa í Ung­verja­land. Hvíl­ir ekki á okk­ur sú skylda að vita hvað varð um þá flótta­menn sem við tók­um að okk­ur og veitt­um vernd?“

Helgi biðlar til lesenda að hafa samband ef einhver veit meira en hann um afdrif Imre Bácsi.

„Muna ein­hverj­ir eft­ir hon­um við störf í Vest­manna­eyj­um eða ann­ars staðar og höfðu af hon­um kynni,“ spyr hann og lætur símanúmer sitt fylgja með greininni í Morgunblaðinu og netfangið helgi.bernodusson[hjá]gmail.com. „Þá mætti e.t.v. ljúka þess­ari sögu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar