Andy Carroll sá mikið eftir því að hafa skrifað undir hjá West Bromwich Albipn árið 2022.
Carroll kom til West Brom frá Reading og skoraði þrjú mörk í 15 leikjum og var farinn frá félaginu aðeins átta mánuðum seinna.
Carroll var ákveðinn í að komast burt sem fyrst og samdi aftur við Reading á sama ári en leikur í dag fyrir Amiens í Frakklandi.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá sá ég eftir þessum skiptum aðeins degi eftir undirskriftina,“ sagði Carroll.
Carroll tjáði sig svo um samband sitt við Steve Bruce, þáverandi stjóra West Brom, sem fékk sparkið í október á sama ári, stuttu eftir komu framherjans.
Carroll hafði áður gagnrýnt Bruce opinberlega en þeirra vinnusamband var svo sannarlega ekki upp á tíu.
,,Það er alltaf leiðinlegt að sjá fólk vera rekið, sérstaklega þegar við hefðum fengið þrjú frí stig um helgina en svona er fótboltinn.“
,,Þess vegna sem þjálfari þá þarftu að leggja þitt að mörkum til að halda hópnum saman og fá leikmennina til að leggja sig fram fyrir þig.“