fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Vel pirraður Hojlund segist hafa verið tekinn fyrir í gær – Opinberar hvað andstæðingar hans sögðu áður en ljótt brot átti sér stað

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn San Marínó tóku hart á Rasmus Hojlund, framherja danska landsliðsins, í leik liðanna í gær.

Liðin mættust í undankeppni EM 2024 í gær og lentu Danir óvænt í vandræðum með San Marínó sem er eitt slakasta landslið heims. Unnu þeir þó 1-2 sigur að lokum.

Sem fyrr segir var tekið harkalega á Hojlund og vill hann meina að leikmenn San Marínó hafi reynt að meiða sig af ásettu ráði. Eitt sinn fór andstæðingur harkalega í bakið á þessum framherja Manchester United en þar hefur hann einmitt verið að glíma við meiðsli.

„Þeir tóku mig fyrir í dag. Þið sjáið það þarna í lokin. Ég skil ítölsku og heyrði þá segja að þeir ætluðu að kremja mig,“ sagði Hojlund eftir leik, en kappinn spilaði á Ítalíu á síðustu leiktíð.

„Þið sjáið á myndunum að hann var bara með eitt í huga. Það er algjört grín að hann hafi aðeins fengið gult spjald,“ sagði Hojlund.

Brotið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“