fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Carragher biður leikmann Manchester United afsökunar – Biður stuðningsmenn liðsins um að hætta að senda sér skilaboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 10:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur beðið Lisandro Martinez, varnarmann Manchester United, afsökunar á ummælum sínum í byrjun tímabils.

Martinez gekk í raðir United frá Ajax síðasta sumar. Carragher lét þá hafa eftir sér að Argentínumaðurinn væri allt of lágvaxinn til að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Martinez hefur hins vegar staðið sig frábærlega.

„Maður hélt að hann myndi lenda í vandræðum en annað kom á daginn,“ segir Carragher.

„Allir hafa sína galla, hverjir sem þeir kunna að vera. Þeir geta verið líkamlegir, tæknilegir. Bestu leikmennirnir fela veikleika sína.

Við höfum þá allir. Enginn er hinn fullkomni leikmaður. Ég horfði bara á hann og hugsaði: Hvernig getur þú yfirstigið þetta í ensku úrvalsdeildinni.“

Carragher hefur aldeilis verið minntur á ummæli sín í byrjun tímabils.

„Ég sendi Lisandro og stuðningsmönnum United afsökunarbeiðni. Ef þið gætuð hætt að senda mér skilaboð um Lisandro Martinez væri það frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“