fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Óhugnanlegur fundur í tengdamömmuboxinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. október 2022 05:56

Svona leit boxið út. Mynd:Hollenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hófust réttarhöld í sakamáli sem hófst í febrúar. Þá fann íbúi í Orvelte þakbox, svokallað tengdamömmubox, fljótandi í Oranjesíkinu. Þegar boxið náðist á þurrt kom í ljós að lík af konu var í því.

Fljótlega bað hollenska lögreglan almenning um aðstoð og birti myndir af svipuðu boxi og merkinu á því.

Rannsókn réttarmeinafræðinga leiddi í ljós að konan hafði verið myrt fyrir löngu. Viku eftir að líkið fannst sagði lögreglan að líklega væri um 37 ára ungverska konu að ræða sem hafði búið árum saman í Hollandi. Þá hafði 52 ára karlmaður verið handtekinn vegna málsins.

Rannsóknin leiddi í ljós að tilkynnt hafði verið um hvarf konunnar í mars 2021. Það voru ættingjar hennar sem gerðu það.

Boxið sem líkið var í. Mynd:Hollenska lögreglan

Hinn handtekni er tanntæknir frá Assen. Hann hefur játað að hafa kyrkt konuna árið 2020 og að hafa síðan falið lík hennar.

Í upphafi réttarhaldanna kom fram að hann hafði geymt líkið í bílskúr föður síns í tvö ár.

Ekki er vitað hvort líkið var í boxinu allan þennan tíma.

RTV Drenthe segir að eftir morðið hafi maðurinn stolið 5.500 evrum af reikningi konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm