fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Býður Juventus að spila leikinn aftur eftir slæm dómaramistök

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danilo Iervolino, forseti Salernitana, er meira en til í að spila aftur til Juventus eftir leik liðanna um helgina.

Leikmenn og starfsfólk Juventus varð brjálað á hliðarlínunni um helgina í leik sem lauk 2-2 en Arkadiusz Milik virtist hafa tryggt Juventus sigurinnn undir lokin.

Mjög umdeild VAR ákvörðun spilaði þarna stórt hlutverk og ákvað að mark Milik yrði dæmt ógilt vegna rangstöðu.

Miðað við endursýningar tók VAR ranga ákvörðun en Antonio Candreva, leikmaður Salernitana, virtist spila leikmenn Juventus réttstæða.

Iervolino hefur boðið Juventus að spila þennan leik aftur en engar líkur eru þó á að knattspyrnusambandið á Ítalíu samþykki það.

,,Dómaramistök í Juventus gegn Saleritana? Ef þeir vilja spila leikinn aftur þá er það ekkert mál,“ sagði Iervolino við Radio Kiss Kiss.

Mikil fagnaði markinu vel og innilega og fór úr treyjunni sem varð til þess að hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann