fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Líkurnar á að loftsteinninn Bennu lendi í árekstri við jörðina eru meiri en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 22:00

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að loftsteinninn Bennu lendi í árekstri við jörðina eru meiri en áður var talið. Áður var talið að líkurnar á árekstri næstu 200 árin væru 1 á móti 2.700 en nú eru þær 1 á móti 1.750. Þetta er tilkomið vegna nýrrar vitneskju vísindamanna um loftsteininn eftir að geimfarið Osiris-Rex fylgdist með honum í um þrjú ár. Bennu er talinn einn hættulegasti loftsteinninn í sólkerfinu þegar kemur að líkunum á árekstri við jörðina.

Osiris-Rex hefur fylgst með og rannsakað Bennu síðan 2018 en er nú á leið aftur til jarðar með steina og ryk af loftsteininum og er geimfarið væntanlegt til jarðar 2023. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að ferðin hafi veitt vísindamönnum nýjar upplýsingar og meiri skilning á ferðum loftsteinsins næstu aldirnar. 24. september 2182 er nú dagur þar sem jörðinni getur stafað mikil hætta af Bennu. Davide Farnocchia, hjá Near Earth Object Studies miðstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að litlar líkur séu á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á næstu öld og því eigi fólk ekki að hafa of miklar áhyggjur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á