fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Bayern þurfti ekki að spila til þess að tryggja titilinn – Dortmund á góðu skriði

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 16:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni fyrr í dag. Ljóst er að Bayern er orðið meistari eftir að Dortmund vann Leipzig.

Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Leipzig í stórleik umferðarinnar. Marco Reus og Jadon Sancho komu þeim gulklæddu í 2-0. Leipzig jafnaði þó leikinn með mörkum frá Lukas Klostermann og Dani Olmo. Sancho var þó hetja Dortmund á lokamínútunum þegar han skoraði sigurmarkið.

Þessi úrslit þýða að Bayern Munchen er meistari níunda árið í röð. Leipzig getur ekki náð þeim að stigum. Dortmund er komið í Meistaradeildarsæti, 2 stigum á undan Frankfurt. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

Wolfsburg vann þá mikilvægan 3-0 sigur á Union Berlin þar sem Josip Brekalo gerði öll mörkin. Wolfsburg er í þriðja sæti, 4 stigum á undan Frankfurt. Þeir hafa þó, líkt og Dortmund, leikið einum leik meira.

Werder Bremen og Leverkusen gerðu markalaust jafntefli. Werder er aðeins stigi á undan fallsæti. Þá eiga liðin fyrir neðan þá öll leiki til góða. Leverkusen er í sjötta sæti í baráttu um þátttökurétt í Evrópudeildinni.

Loks vann Hoffenheim 4-2 sigur á Schalke. Leikurinn skipti litlu máli hvað stöðutöfluna í deildinni varðar. Hoffenheim er um miðja deild á meðan Schalke er fallið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid