fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Villi Vill rifjar upp kostulegar sögur af Einari Erni heitinum – „Sorglegt og ótrúleg atburðarás“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur og fyrrum knattspyrnumaður var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þar sem hann fór yfir feril sinn sem knattspyrnumaður.

Vilhjálmur valdi þá draumalið sitt af knattspyrnuferlinum þar sem hann lék meðal annars með bæði Fram og Þrótti.

Einn af þeim liðsfélögum Vilhjálms af ferlinum var Einar Örn Birgisson sem var myrtur á hrottafenginn hátt fyrir tæpum tuttugu árum. Vilhjálmur og Einar Örn léku saman í Þrótti sumarið 1997 þegar Einar Örn raðaði inn mörkum og Þróttur fór upp í efstu deild.

„Einhver mesti öðlingur sem hefur Ísland hefur alið, blessuð sé minning hans,“ sagði Vilhjálmur í viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Þvottur sendur á milli landa:

Einar Örn hélt í atvinnumennsku í Noregi árið 1998 og samdi við Lyn í Noregi, þegar Vilhjálmur og fleiri vinur voru á leið út bað móðir Einars þá um að taka pakka með, þeir höfðu gaman af því hvað var í töskunni sem átti að fara með til Einars.

„Hann var náttúrubarn í íþróttum, hæfileikarnir inn á vellinum voru ótrúlegir. Hann var mjög góður vinur okkar, við vorum mikið saman. Ég man eftir því að hann var að spila með Lyn í Noregi og menn voru að fara að heimsækja hann. Mamma hans hefur samband við Axel (Gomes), hún bað hann um að koma við og sagðist vera með sendingu til hans. Þá var þetta full ferðataska með hreinum þvotti, við förum með hreinan þvott til Noregs og tökum óhreinan þvott í sérstakri tösku til baka. Þetta er lýsandi fyrir Einar,“ sagði Vilhjálmur og hafði gaman af því að rifja upp sögur af sínum gamla vini.

Slökkviliðið mætti þegar hann fékk sér brauðrist:

Styrkleikar Einars voru kannski ekki í eldhúsinu en hann reyndi að bjarga sér með misjöfnum árangri eins og Vilhjálmur segir frá. „Hann kunni ekkert að elda og var vonlaus í öllum heimilisstörfum, hann fer í IKEA og kaupir brauðrist. Svo er erfitt að setja brauðið í ristina, hann nær að troða því niður á endanum. Svo fer hann í sturtu og heyrir svo sírenu væl, það var kviknað í brauðristinni og slökkviliðið á leið heim til hans. Hann hafði þá ristað bæklinginn sem fylgdi ristinni með brauðinu og kveikt í öllu.“

Vilhjálmur hugsar reglulega til Einars „Ég hugsa til Einars nánast á hverjum degi, sérstaklega í september þegar hann á afmæli og þessum tímum. Sorglegt og ótrúleg atburðarás,“ sagði Vilhjálmur í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid