fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Er þetta ástæða þess að Jói Kalli hatar að tapa gegn KR? – „Það hellir olíu á eldinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 13:00

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR gerði góða ferð á Akranes í gær er liðið spilaði við ÍA í þriðju umferð úrvalsdeildar karla. Fyrri hálfleikur kvöldsins var engin frábær skemmtun en engin mörk voru skoruð.

Ballið byrjaði á 48. mínútu er Steinar Þorsteinsson skoraði fyrir ÍA með góðu skoti sem Beitir réð ekki við í markinu. Aron Bjarki Jósepsson var næstur á blað en hann jafnaði metin fyrir KR stuttu seinna eftir hornspyrnu. Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR svo stigin þrjú eftir fallegt spil. Seinna fékk KR vítaspyrnu en Pálmi Rafn Pálmason klikkaði á punktinum. Lokatölur, 1-2.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var pirraður eftir leik og Hjörvar Hafliðason, eigandi Dr. Football hefur sína kenningu um það. Jóhannes virkar oftast ansi pirraður eftir leiki gegn KR.

„Ég get sagt ykkur það, flestir sem eiga bræður og svona. Síðasta sem þú nennir er að gera er að tapa fyrir bróður þínum,“ sagði Hjörvar Hafliðason en Bjarni Guðjónsson bróðir Jóa Kalla er aðstoðarþjálfari KR.

„Það hellir olíu á eldinn, búnir að vera slást frá því að þeir voru fimm ára.

Mikael Nikulásson segir að Jóhannes hrauni alltaf yfir KR eftir leiki. „Hann tekur KR liðið út eftir alla leikina, eftir tapleiki. Hraunar yfir þá, hvað þeir spila leiðinlegan fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi