fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024

Ólafur tileinkar nýja lagið móður sinni sem lést á dögunum: Sjáðu fallegt myndband

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, hefur undanfarin misseri einbeitt sér að tónlistarsköpun með góðum árangri. Ólafur frumsýnir í dag nýtt myndband við lag sem hann tileinkar minningu móður sinnar, Annellu Stefánsdóttur, sem lést þann 27. október síðastliðinn.

Lagið sem um ræðir heitir Þú landið kæra vernda vilt en lag og ljóð var upphaflega samið í skammdeginu á liðnu ári, nánar tiltekið þann 12. desember síðastliðinn. Texti lagsins hefst á ljóðlínunum „Ef úti niðamyrkur er og allt er orðið svart, þú herðir samt upp huga þinn, upphefur sinnið bjart.“

„Þessi texti í byrjuninni á einstaklega vel við þá hátíðlegu barokkútsetningu, sem Vilhjálmur Guðjónsson hefur gert við lagið og þá staðreynd, að móðir mín kvaddi áður en lagið kom út. Mér finnst eins og því hafi verið ætlað að vera minningarlag um móður mína,“ segir Ólafur í samtali við DV en móðir hans, Annella, verður jarðsungin á fimmtudag frá Dómkirkjunni.

Ólafur segir að alltaf hafi staðið til að taka lagið upp við altarisgluggana í Grafarvogskirkju, sökum hátíðleika lagsins. „En þegar til kom lagði kvikmyndatökumaður minn og vinur, Friðrik Grétarsson, mikið í lýsinguna við altarið, þar sem hann lætur myrkrið og ljósið takast á í bókstaflegri merkingu þeirra orða,“ segir Ólafur sem er mjög ánægður með lagið og myndbandið.

„Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé magnað lag og ljóð en að kvikmyndataka og vel útfærðar hugmyndir Friðriks tengdar myrkrinu, ljósinu, dauðanum og trúnni á að bjartara sé framundan, geri þetta myndband einstakt og raunar að listaverki. Svo mikið er lagt í þetta einlæga og fallega myndband, að það hlýtur að skila hinu fallega lagi og ljóði og boðskap þess áfram – og að það muni lifa,“ segir Ólafur.

Myndbandið má sjá hér að neðan og texta lagsins svo þar undir en í myndbandinu má sjá fallega mynd af móður Ólafs frá yngri árum. „Það er helgi og hátíðleiki yfir henni, eins og öðru á myndbandinu,“ segir Ólafur að lokum.

Ljóðið hljóðar svo:

Ef úti niðamyrkur er

og allt er orðið svart.

Þú herðir samt upp huga þinn,

upphefur sinnið bjart.

Þú þarft að tjá með orðum

þína’ líðan og hjartaslög,

því þannig koma ljóðin þín

og þannig fæðast lög.

Þú yrkja vilt þinn ástaróð

um allt sem þér er kært,

um móðurlandsins mold og blóð,

sem margir hafa sært.

Þú landið kæra vernda vilt

frá vargöld heimskunnar.

:Að lokum – er þér orðið skylt

að’ ei nema staðar þar.:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þvertekur fyrir það að djamm leikmanna hafi haft áhrif í gær – ,,Þá er vonin engin“

Þvertekur fyrir það að djamm leikmanna hafi haft áhrif í gær – ,,Þá er vonin engin“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband af grátandi einstæðri móður að baka eigin afmælisköku afhjúpaði ævintýralegt drama – Dularfullt lúxuslíf, lygar og svik

Myndband af grátandi einstæðri móður að baka eigin afmælisköku afhjúpaði ævintýralegt drama – Dularfullt lúxuslíf, lygar og svik
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ástand allra stöðugt eftir rútuslysið á Rangárvallavegi og mögulega rætt við bílstjórann í dag

Ástand allra stöðugt eftir rútuslysið á Rangárvallavegi og mögulega rætt við bílstjórann í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir átakanlegt að fylgjast með Bayern undanfarið – „Þetta minnir á KR“

Segir átakanlegt að fylgjast með Bayern undanfarið – „Þetta minnir á KR“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Beraði sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi í nótt

Beraði sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi í nótt
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Tímavélin – „Einhvern veginn sé ég þrumandi samlíkingu milli herra Burns og forsetaframbjóðandans/valdafíkilsins“

Tímavélin – „Einhvern veginn sé ég þrumandi samlíkingu milli herra Burns og forsetaframbjóðandans/valdafíkilsins“