fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Sjáðu 24 bestu íþróttamenn ársins – Gylfi í tíunda sæti

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. desember 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K Jóhannsson er íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en þetta var staðfest í kvöld.

Júlían átti frábært ár í sinni íþrótt en hann hafnaði í þriðja sæti heimsmeistaramótsins í kraftlyftingum í nóvember.

Einnig náði Júlían öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í sumar og átti því virkilega gott ár.

Martin Hermannsson, körfuboltamaður, var í öðru sæti í valinu og fær silfurverðlaun.

Martin er 25 ára gamall körfuboltamaður en hann spilar með Alba Berlin í Þýskalandi.

Þar hefur Martin spilað síðan 2018 en hann er uppalinn í KR og spilaði með liðinu við góðan orðstír áður en atvinnumennskan kallaði.

Martin er einnig einn allra mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og átti besta árið að mati samtaka íþróttafréttamanna.

Sara Björk Gunnarsdóttir var í þriðja sætinu í valinu en hún leikur með Wolfsburg í Þýskalandi.

Knattspyrnukonan er 29 ára gömul en hún á að baki 130 landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim 20 mörk.

Sara fagnaði sigri með Wolfsburg í bæði deild og bikar á þessu ári en liðið er eitt það sterkasta í Evrópu.

Fleiri leikmenn fengu atkvæði og hér má sjá hvaða íþróttamenn fengu stig og hversu mörg þau voru.

Íþróttamaður ársins
1. Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingar – 378
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 335
3. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 289
4. Anton Sveinn McKee, sund – 244
5. Arnar Davíð Jónsson, keila – 218
6. Aron Pálmarsson, handbolti – 158
7. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir – 98
8. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 61
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 55
10. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 53

11. Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra – 30
12. Jóhann Skúlason, hestaíþróttir – 29
13. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 22
14. Ragnar Sigurðsson, fótbolti – 17
15. Haraldur Franklín Magnús, golf – 15
16. Arnór Þór Gunnarsson, handbolti – 13
17-18. Íris Björk Símonardóttir, handbolti – 6
17-18. Jón Axel Guðmundsson, körfubolti – 6
19-20. Kolbeinn Sigþórsson, fótbolti – 5
19-20. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 5
21. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 3
22. Elín Metta Jensen, fótbolti – 2
23-24. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 1
23-24. Margrét Lára Viðarsdóttir, fótbolti – 1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið