Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
1.160.041 kr. á mánuði
Óhætt er að fullyrða að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafi staðið í ströngu á síðasta ári. Auk þess að þurfa að glíma við slæman starfsanda innan lögreglunnar þá hefur hún þurft að glíma við hið hvimleiða LÖKE-mál um langt skeið. Alda Hrönn fékk á sig kæru vegna brota í starfi í apríl í fyrra. Í október var hún send í leyfi, á fullum launum, á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Í desember var tilkynnt að málið yrði látið niður falla. Sú gleði var skammvinn því ákvörðuninni var snúið við í febrúar á þessu ári og eru hin meintu brot Öldu Hrannar því enn í rannsókn.