fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Ólöf Tara einkaþjálfari um matarkomplexa: „Maður skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til“

„Það þarf miklu meira til svo það hafi áhrif á vigtina,“ segir hún

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. júní 2017 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um 95 prósent af mínum viðskiptavinum eru með matarkomplexa.“ Þetta segir einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir sem þekkir frá fyrstu hendi hvernig það er að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat. Þá segir Ólöf Tara að fólk sé með alltof óraunhæfar kröfur hvað varðar útlitsmarkmið.

Ólöf var í viðtali í helgarblaði DV þar sem hún ræddi meðal annars þessi mál. Hún sagði meðal annars að Matarkompexar, sem Ólöf þekkir af eigin raun, geti birst í mörgum myndum. Hér að neðan má sjá stutt brot úr viðtalinu þar sem hún ræðir þetta.


Ólöf útskýrir að matarkomplexar geti birst í mörgum myndum; að borða of mikið, borða of lítið, fá samviskubit yfir því að borða óhollt, hræðast ákveðna tegund af fæðu og að fitna af því að borða hana. Einnig í að mikla mataræðið fyrir sér og finnast maður þurfa að borða einfalda, og kolvetnaskerta fæðu, í öll mál, til að ná árangri.

Í dag hefur Ólöf Tara unnið bug á sínum matarkomplexum og reynir, eftir fremsta megni, að aðstoða viðskiptavini sína. „Oft þegar ég fæ matardagbækur þá eru ummæli í sviga fyrir aftan þar sem kúnninn rífur sig niður fyrir að eitt að fá sér kökusneið eða Snickers. Það er auðvitað ekki í lagi. Maður skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til. Það þarf miklu meira til svo það hafi áhrif á vigtina.“

Að hennar mati er stærsta vandamálið að það séu svo margar reglur í gangi varðandi mataræði. „Staðreyndin er sú að ef þú borðar venjulegan mat þá færðu öll næringarefni sem líkaminn þarf úr fæðunni. Þetta er í alvörunni svona einfalt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“