fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Matthías lýsir augnablikinu með Palestínufánann: „Það var núna eða aldrei“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum, ef ekki öllum, Íslendingum er kunnugt um augnablikið þegar meðlimir Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu hljómsveitinni í Eurovision. Skilaboðin náðu til líklega um 200 milljóna í heiminum og var athæfið var mjög umdeilt um allan heim.

Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens Hannigan og Einar Stefánsson, meðlimir Hatara, voru í viðtali við The Line of Best Fit.  Matthías lýsir augnablikinu fræga og eftirköstunum. Hann segist oft hugsa til þessara augnabliks.

„Þetta var augnablik af, hvað er það kallað þegar maður talar um þessi viðbrögð? Eins og ef það er snákur í grasinu? Þú ert með „berjast eða flýja“ viðbrögð. Um leið og myndatökumaðurinn benti á okkur og gaf í skyn að við myndum verða í mynd þegar það var tilkynnt stigin, þá var það augnablik af berjast eða flýja. Það var núna eða aldrei. Og við vorum ekki viss hvenær eða hvernig þetta augnablik myndi eiga sér stað, en við vorum með fánana á okkur engu að síður því okkur grunaði að þetta augnablik myndi koma, sem það gerði. Ég er svo ánægður að okkur tókst að nota þennan vettvang til að rjúfa þá tálsýn sem Eurovision var, því mér finnst eins og ef við hefðum ekki gert þetta með fánana þá hefðum við verið með súrt bragð í munninum eftir allt saman,“ segir Matthías.

Við fengum að sjá smá af afleiðingum gjörnings þeirra í myndbandi sem Einar Stefánsson, trommari Hatara, deildi á Instagram.

Sjá einnig: Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Matthías segir að hljómsveitin hafi treyst á það að hún væri í „alþjóðlegri fjölmiðlabólu“ (e. international media bubble) og að þeim myndi ekki stafa nein raunveruleg hætta af gjörningnum.

„Við nutum þeirra forréttinda að vera innan þessarar alþjóðlegrar fjölmiðlabólu, næstum sömu forréttina og diplómati myndi gera. Þannig við treystum á það, við nutum þeirra forrétinda að vera undir friðhelgi Eurovision og okkur fannst við þurfa að nota þau forréttindi. Og augljóslega var þetta allt rætt við fólkið sem við vorum í samstarfi með og að tala við í Palestínu og þau meira að segja hjálpuðu okkur að skipuleggja fánana og hafa allt tilbúið eftir að hafa sýnt okkur í kringum Hebron og hvað annað. Það var mikil hvatning í gangi og við vorum fullvissuð að þetta væri það rétta í stöðunni.“

Matthías segir að viðbrögðin létu ekki á sér standa og fengu þeir fjölda skilaboða frá fólki, bæði á Íslandi og í Palestínu

„Við höfðum ekki hugmynd um hversu mikla þýðingu þetta myndi hafa. Fyrir okkur voru þetta fánar. Það er málið, við sluppum eiginlega með Trans og Pride fánana, jafnvel þó að þeir eru báðir pólitískar yfirlýsingar, en Palestínufáninn  – hann er bannaður í Eurovision, ekki bara Ísrael. Þú mátt ekki veifa honum á Eurovision viðburði. Þú mátt veifa brasilíska fánanum eða eitthvað, þetta er klikkun.“

Þú getur lesið viðtalið við Hatara hér, þar sem þeir ræða meðal annars um kapítalísk áform sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda