fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Sölvi verst „drasl-birtu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur nú gripið til þess ráð að ganga um með sérhönnuð gleraugu til að verjast að hans sögn „draslbirtunni“ sem er alls staðar í nútímanum. Í færslu sem Sölvi birti á Facebook-síðu sinni segir að óþarfi sé að fólki bregði þótt það sjái hann skarta „súperman“-gleraugum á næstunni.

„Þessi eru sérhönnuð til að blokkera drasl-birtuna sem er alls staðar í nútímanum. Fyrir ADHD dúdda eins og mig þarf að nota öll tiltæk verkfæri til að halda melatónín- og dópamínframleiðslunni í jafnvægi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu er ég nokkuð sannfærður um að „Junk-light“ verður eftir einhver ár litið svipuðum augum og „junk-food“. Oft þarf að snúa því sem okkur var kennt í 180 gráður til að komast að réttri niðurstöðu. Bubbi Morthens er sennilega búinn að vera langt á undan sinni samtíð. Púlla sólgleraugun inni við. Það á líklega eftir að detta inn í „mainstream“ umræðu eftir einhver ár að manngerðir geislar eru eitthvað sem við þurfum að varast mun meira en sólarljós.“

Einhverjir veltu færslu Sölva fyrir sér og sögðust hvorki skilja upp né niður. Bubbi Morthens tjáði sig þó undir færslunni með þessum orðum: „Búinn að vita þetta síðan á 8. áratugnum og það er mjög mikilvægt að vera með gleraugu á norðurslóð líka um vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Í gær

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku