fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Söngvakeppnin: Aron Hannes vinsælastur á Spotify

Spotify-vísitala laganna sjö í úrslitum – Þetta hafa smellirnir fengið af spilunum á forritinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö lög munu keppa á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og berjast þar um atkvæði Íslendinga til að komast á Eurovision sem haldið er í Úkraínu að þessu sinni.

DV fjallaði um það fyrr í vikunni hvert þessara laga væri vinsælasta á YouTube, en hvað með Spotify?

Í ljós kemur að nokkur lög hafa sætaskipti frá fyrri athugun DV. Svala Björgvinsdóttir var langvinsælust á YouTube en þarf að hafa sætaskipti við Aron Hannes þegar Spotify-vísitalan er skoðuð. Alls hafa íslenska og enska útgáfan af laginu sem Aron Hannes flytur fengið ríflega 85 þúsund spilanir á Spotify, á meðan Svala hefur fengið ríflega 66 þúsund.

Svala Björgvins á vinsælasta lagið í úrslitunum ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar DV.is. Hlaut 56,3% atkvæða.
Lesendur kveða upp sinn dóm Svala Björgvins á vinsælasta lagið í úrslitunum ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar DV.is. Hlaut 56,3% atkvæða.

Alls hafa lögin sjö í úrslitunum fengið rúmlega 314 þúsund spilanir á Spotify, sem verður að teljast nokkuð gott.

DV spurði lesendur hér á DV.is á mánudag hvert þeirra uppáhaldslag væri í úrslitunum. Skemmst er frá því að segja að Svala vann þá kosningu með nokkrum yfirburðum. Hlaut 56,3% atkvæða, Daði Freyr var annar með 16,7% en fast á hæla hans kom Aron Hannes með 15,2% en 833 atkvæði bárust í könnuninni.


Spotify-vísitala úrslitalaganna

Flytjandi Íslenska Spilanir Enska Spilanir Alls
Aron Hannes Nótt 43.171 Tonight 42.116 85.287
Svala Ég veit það 22.725 Paper 43.605 66.330
Hildur Bammbaramm 28.326 Bammbaramm 17.816 46.142
Aron Brink Þú hefur dáleitt mig 25.500 Hypnotised 20.018 45.518
Daði Freyr Hvað með það 19.675 Is this love 11.808 31.483
Rúnar Eff Mér við hlið 12.677 Make your way back home 9.329 22.006
Rakel og Aron Til mín 10.180 Again 7.225 17.405

Tölur miðað við stöðuna á Spotify-rás Söngvakeppninnar 10.03 2017 – kl: 10:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni