fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Íslenskar barnastjörnur: Fékk aldrei leiklistarbakteríuna

Auður Ösp
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var til staðar og myndin var á tímabili úti um allt en ég var bara áfram 11 ára pjakkur sem var á fullu á skíðum og í fótbolta og var mjög lítið að spá í þetta,“ segir Örvar Jens Arnarsson sem var tíu ára gamall þegar hann fór með hlutverk Tómasar í kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Bíódagar.

Í helgarblaði DV er rætt við nokkra einstaklinga sem voru áberandi í sviðsljósinu á Íslandi sem börn og unglingar, en ákváðu að sækjast ekki eftir frekari frama í „bransanum.“

Spáði lítið í frægðina

Bíódagar segir frá tímabili í lífi tíu ára gamals drengs á sjöunda áratugnum í Reykjavík og á sér fastan sess í hugum margra Íslendinga.

„Leiklistarferlinum lauk eftir þetta. Hún náði mér aldrei, þessi klassíska leiklistarbaktería. En í dag gera vinir mínir stundum góðlátlegt grín að mér og finnst gaman að rifja myndina upp,“ segir Örvar sem er menntaður viðskiptafræðingur og býr í Vínarborg þar sem hann starfar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni.

Hann segir það hafa verið heilmikla lífsreynslu fyrir 11 ára strák að fá að vera partur af kvikmyndateymi og upplifa þann iðnað. Það hafi þó truflað hann lítið að vera í sviðsljósinu á sínum tíma.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Bzonjd9n6TY&w=600&h=360]

Örvar tekur undir það að myndin hafi óneitanlega skapað sér sess í huga margra Íslendinga, enda bregður þar fyrir ódauðlegum persónum og eftirminnilegum frösum sem lifað hafa með þjóðinni. „Mér er sérstaklega minnisstætt að heyra krakka syngja í sífellu laglínuna: „Rin, tin, tinn, reka hann … tja svo er endirinn svolítið dónalegur,“ segir hann hlæjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín