fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Spyr hvort Sóley sé Trump

Auður Ösp
Föstudaginn 24. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á henni að leyfast það, sem hún sakar einmitt Trump um, að bera fram tilhæfulausar staðhæfingar og ásakanir og þurfa aldrei að svara fyrir orð sín?“ spyr Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og vísar í ummæli Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, á Facebook en Sóley nefnir Hannes í tengslum við það sem hún kallar „Trumpvæðingu“ í umræðunni á Íslandi.

Í færslunni ritar Sóley meðal annars að hún hafi haldið að Trumpvæðing væri eitthvað sem ætti sér bara stað á vettvangi stjórnmálanna „en þegar fjölmiðlar dragi Helga Tómasson, Einar Steingrímsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem sérfræðinga um kynbundinn launamun, sem sé víst ekki til, sé ljóst að Trumpvæðingin sé skollin á af fullum þunga í almennri umræðu á Íslandi.“ Færslan fær ágætis undirtektir og þó nokkrir sem taka undir í athugasemdum.

Á meðan er Hannes ekki par sáttur en í pistli á vef Pressunnar kveðst hann hafa sent Sóleyju skilaboð þar sem hann taki fram að hvergi í umræðunni hafi verið verið óskað eftir áliti hans á launamun kynjanna. „Ég er, held ég, eini kennarinn í stjórnmálafræði, sem er aldrei kallaður til sem álitsgjafi á RÚV til dæmis, um eitt eða neitt.“ Hann segir engin svör hafa borist og svo virðist sem fullyrðingar Sóleyjar séu ekki það eina sem fari í taugarnar á Hannesi.

„Og Hólmsteinn er Hólmstein í þolfalli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“