fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Hafdís Huld varð fyrir einelti í GusGus

Auður Ösp
Mánudaginn 13. febrúar 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður er 15 ára gamall þá hefur maður kanski ekki sjálfstraustið sem þarf til að standa uppi í hárinu á fólki í aðstæðum þar sem það hefði komið betur út,“ segir Hafdís Huld Þrastardóttir, söngkona og lagahöfundur en hún var á unglingsaldri þegar hún gekk til liðs við fjöllistahópinn Gus Gus og gerði með þeim tvær plötu. Hópurinn átti vinsældum að fagna erlendis en í viðtali við sjónvarpsþáttinn á Fingrum fram nú á dögunum greindi Hafdís frá því að henni hafi liðið illa á þessu tímabili og upplifað einelti afhálfu samstarfsfólks.

Hafdís Huld var sem fyrr segir á sextánda ári þegar GusGus tók til starfa árið 1995, og var að eigin sögn enn að lesa undir samræmdu prófin í grunnskóla á meðan upptökur á fyrstu plötunni stóðu yfir. Síðan tóku við tónleikaferðalög erlendis og segir Hafdís foreldra sína haft miklar áhyggjur af henni sökum þess hversu ung hún var.

Þetta var á þeim tíma þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ára og hafði Hafdís því fullan rétt á að skrifa undir plötusamning og halda út í heim með hljómsveitinni. Hún segir foreldra sína þó hafa verið í miklu sambandi við þá sem sáu um að skipuleggja tónleikaferðalög og gátu þau því fylgst vel með dóttur sinni.

Hafdís kveðst óspart hafa fundið fyrir því að hún var langyngsti meðlimurinn í hópnum og hún hafi því ekki setið við sama borð og hinir.

„Það var notað mikið gegn mér; að ég vissi ekki um hvað ég var að tala, af því ég var svo ung,“ segir Hafdís í umræddu viðtali við sjónvarpsþáttinn Á Fingrum fram og bætir við að sér hafi ekki liðið vel í hljómsveitinni á sínum tíma. Það hafi verið erfitt að vera 16 ára með hóp af eldri mönnum að segja sér fyrir verkum.

„Þegar ég lít til baka, þá upplifi ég þetta svolítið eins og einelti. Þarna erum við með einhverja átta stráka, sem voru 10 árum eldri en ég. Þannig að ég hafði voðalega lítinn stuðning,“ segir Hafdís jafnframt en áður en hún gekk til liðs við GusGus var eina reynsla hennar af tónlist sú að hún hafði tekið þátt í söngvakeppni grunnskólanna.

„Auðvitað sé ég þetta öðruvísi og kem öðruvísi að því en einhver sem er búinn að vera í popphljómsveit í 10 ár. Það segir sig sjálft,“ segir Hafdís og bætir við að hún hafi aldrei fundið sig almennilega í því sem hópurinn var að gera.

Hafdís var á endanum rekin úr hópunm árið 1999 og var þá greint frá því í kvöldfréttum. Hún flutti í kjölfarið til Bretlands og fór að snúa sér að eigin verkum en minnist þess að hafa heyrt fyrirsögnina „Hafdís Huld rekin úr GusGus“ á sínum tíma.

„Það er svolítið rokk í því. En þegar maður er bara að koma heim úr MK, 19 ára, þá veit ég ekki hvort maður kann að meta rokkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise