fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Dagbjartur hefði orðið 17 ára í ár: „Vil að fólk læri af sögu hans“

Svipti sig lífi 11 ára í kjölfar eineltis – Frásögn foreldranna vakti þjóðarathygli –

Auður Ösp
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók þá ákvörðun að ég vildi ekki að dauði Dagbjarts yrði til einskis. Ég vil að fólk læri af þessu. Bara það að þetta hafi bjargað, eða muni bjarga einum einstaklingi, það er nóg,“ segir Erla Kaja Emilsdóttir móðir Dagbjarts Heiðars Arnarssonar en Dagbjartur var aðeins 11 ára þegar hann féll fyrir eigin hendi, þann 23. september 2011. Ástæðan var einelti. Dagbjartur hefði orðið 17 ára í ár. Í viðtali sem birtist í helgarblaði DV segir Erla Kaja, Kaja eins og hún er kölluð, að hún hafi greinilega fundið fyrir þeim áhrifum sem saga Dagbjarts hafði á umræðuna um eineltismál.

Dagbjartur Heiðar var næstelstur fimm systkina en hann var fæddur með alvarlegan hjartagalla og glímdi einnig við ADHD og einhverfu. Hann var fórnarlamb eineltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs fyrir 11 ára aldur. Erla Kaja og Arnar hafa undanfarin ár rætt opinskátt um andlát sonar síns og aðdraganda þess, en meðal annars hefur komið fram að lítið hafi verið gert til að sporna við eineltinu sem Dagbjartur varð fyrir.

Kaja kveðst óneitanlega leiða hugann að því sem hefði orðið. Hefði Dagbjartur verið eins og aðrir 17 ára piltar, áhyggjulaus að sækja menntaskóla og með hugann við bílprófið? „Ég er alltaf að hugsa um hann. Alveg stöðugt. Þá velti ég því fyrir mér hvernig hann myndi líta út, hvernig persóna hann væri í dag og hvernig honum myndi líða.“

Dagbjartur Heiðar Arnarsson.
Dagbjartur Heiðar Arnarsson.

Sjálfsvíg ungra barna er staðreynd

Kaja telur að mikið vatn hafi runnið til sjávar á undanförum árum hvað varðar eineltismál og umræðuna um sjálfsvíg, sem og aðstoð til aðstandenda. Hún segist sannarlega hafa orðið vör við þau miklu viðbrögð sem frásögn hennar og föður Dagbjarts hefur vakið.

„Ég held að þetta hafi að vissu leyti opnað augu fólks fyrir einelti og hversu mikil dauðans alvara það er. Mér finnst hafa orðið ákveðin vitundarvakning í kjölfarið á þessu, eins og fólk sé orðið meðvitaðra um vandann. Það er ekki lengur litið á þetta sem bara einhver „strákapör“,“ segir hún en hún kveðst einnig fagna því hversu mikið umræðan um sjálfsvíg hefur opnast á undanförnum árum. Þó séu enn ekki allir sem geri sér grein fyrir því að sjálfsvíg ungra barna er staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“