DV ræðir við fyrrverandi íslenskar barnastjörnur – Rúnar og Arnar slógu í gegn sem The Boys á fyrri hluta tíunda áratugarins
„Ég man eftir atviki þar sem einhver strákur ætlaði að safna liði og berja Rúnar. Hann var svo brjálaður af því að tveimur árum áður hafði kærastan hans hætt með honum af því að hún var svo skotinn í Rúnari úr The Boys,“ segir Arnar Halldórsson sem á tíunda áratugnum skipaði dúettinn The Boys ásamt Rúnari bróður sínum og nutu þeir gífurlega vinsælda, sérstaklega í Noregi.
Í helgarblaði DV er rætt við nokkra einstaklinga sem voru áberandi í sviðsljósinu á Íslandi sem börn og unglingar en ákváðu eftir það að láta gott heita og snúa sér að öðrum hlutum.
Arnar rifjar að hann tók upp nafnið Elli þegar þær bræður fluttur aftur heim til Íslands frá Noregi því hann vildi ekki vera þekktur sem „Arnar í The Boys.“ Rúnar bætir við að eftir að þeir bræður komust á fullorðinsár hafi nánast allt áreiti hætt. „En fólk man alltaf eftir The Boys. Ég held að fólk sé ekkert að fara að gleyma okkur.“
Á sínum tíma var seldur margs konar varningur með myndum af íslensku bræðrunum, svo sem bolir, derhúfur og pennar, og einhvers staðar liggja eftir kassettur. „Úff, ég á ekkert af þessu ennþá. Ég held að mamma eigi þetta í einhverjum kössum heima,“ segir Rúnar hlæjandi.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=IClJCg4_E2s&w=600&h=360]
Hann segir að The Boys tímabilið hafi eingöngu verið jákvæð reynsla. „Þetta var bara rosalega gaman. Við kynntumst fjölda fólks og erum ennþá í sambandi við sumt þess.“ Arnar tekur í sama streng. „Við fengum að ferðast um Noreg og víðar um heiminn og þetta var frábær tími. Svo tóku aðrir hlutir við.“