fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Skipti um nafn á Íslandi: Vildi ekki vera þekktur sem „Arnar úr The Boys“

DV ræðir við fyrrverandi íslenskar barnastjörnur – Rúnar og Arnar slógu í gegn sem The Boys á fyrri hluta tíunda áratugarins

Auður Ösp
Laugardaginn 4. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man eftir atviki þar sem einhver strákur ætlaði að safna liði og berja Rúnar. Hann var svo brjálaður af því að tveimur árum áður hafði kærastan hans hætt með honum af því að hún var svo skotinn í Rúnari úr The Boys,“ segir Arnar Halldórsson sem á tíunda áratugnum skipaði dúettinn The Boys ásamt Rúnari bróður sínum og nutu þeir gífurlega vinsælda, sérstaklega í Noregi.

Í helgarblaði DV er rætt við nokkra einstaklinga sem voru áberandi í sviðsljósinu á Íslandi sem börn og unglingar en ákváðu eftir það að láta gott heita og snúa sér að öðrum hlutum.

Arnar rifjar að hann tók upp nafnið Elli þegar þær bræður fluttur aftur heim til Íslands frá Noregi því hann vildi ekki vera þekktur sem „Arnar í The Boys.“ Rúnar bætir við að eftir að þeir bræður komust á fullorðinsár hafi nánast allt áreiti hætt. „En fólk man alltaf eftir The Boys. Ég held að fólk sé ekkert að fara að gleyma okkur.“

Á sínum tíma var seldur margs konar varningur með myndum af íslensku bræðrunum, svo sem bolir, derhúfur og pennar, og einhvers staðar liggja eftir kassettur. „Úff, ég á ekkert af þessu ennþá. Ég held að mamma eigi þetta í einhverjum kössum heima,“ segir Rúnar hlæjandi.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=IClJCg4_E2s&w=600&h=360]

Hann segir að The Boys tímabilið hafi eingöngu verið jákvæð reynsla. „Þetta var bara rosalega gaman. Við kynntumst fjölda fólks og erum ennþá í sambandi við sumt þess.“ Arnar tekur í sama streng. „Við fengum að ferðast um Noreg og víðar um heiminn og þetta var frábær tími. Svo tóku aðrir hlutir við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi