Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig um stórfurðulegt atvik sem átti sér stað í kvöld.
Sarri ætlaði að skipta markmanninum Kepa Arrizabalaga af velli í leik gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins.
Kepa neitaði þó að koma útaf en hann hafði fengið krampa stuttu áður og þurfti á aðstoð að halda.
Sarri brjálaðist er Kepa neitaði að yfirgefa völlinn en talar nú um að þetta hafi verið stór misskilningur.
,,Þetta var stór misskilningur. Ég hélt að hann hefði fengið krampa og vildi ekki taka þátt í vítakeppninni í þessu standi,“ sagði Sarri.
,,Ég áttaði mig ekki á stöðunni fyrr en læknirinn sneri aftur á bekkinn. Kepa hafði rétt fyrir sér en á rangan hátt.“
Sarri bætti við að hann ætlaði að ræða við Kepa og að málið yrði leyst þeirra á milli.