Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, komst heldur betur í fréttirnar í kvöld í leik gegn Manchester City.
Kepa neitaði að fara af velli undir lok framlengingar í kvöld en liðin áttust við í úrslitum deildarbikarsins.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, reyndi ítrekað að skipta Kepa af velli og ætlaði að setja Willy Caballero inná í hans stað.
Spánverjinn neitaði hins vegar að fara útaf og nú framtíð hans og Sarri í hættu hjá félaginu.
Chris Sutton, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að það ætti að reka Kepa fyrir þessa hegðun frekar en Sarri sem hefur verið valtur í sessi í dágóðan tíma.
,,Kepa ætti aldrei aftur að spila fyrir Chelsea. Þetta ætti að vera hans síðasti leikur í treyju félagsins,“ sagði Sutton.
,,Hann er til skammar. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ef ég væri Sarri þá myndi ég segja upp.“
,,Þú mátt ekki láta vanvirða þig svona. Af hverju voru aðrir leikmenn ekki að draga hann af velli? Kepa ætti að vera rekinn, ekki Sarri.“