Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, átti ekki góðan leik í dag er liðið mætti Manchester United.
Salah hefur oft verið betri en í dag og var til að mynda tekinn af velli þegar 79 mínútur voru komnar á klukkuna.
Egyptinn var ekki upp á sitt besta eins og kannski aðrir leikmenn en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Myndavélarnar fóru yfir á Salah sem sat á bekknum en hann hefur oft virkað ánægðari á svipinn.
Eitthvað hefur sóknarmaðurinn verið að hugsa og var mögulega óánægður með eigin frammistöðu.
Salah hefur mætt United fjórum sinnum eftir leikinn í dag en hefur aldrei náð að skora né leggja upp gegn liðinu.
Myndina má sjá hér.