Það fór fram hörkuleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Burnley tók á móti Tottenham Hotspur.
Leikurinn fór fram á Turf Moor, heimavelli Burnley og unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur.
Það var okkar maður, Jóhann Berg Guðmundsson sem spilaði stórt hlutverk í sigri Burnley í dag.
Jói Berg kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark liðsins stuttu seinna.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti, var staddur á leiknum en hann er eins og flestir vita mikill knattspyrnuaðdáandi.
Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football var mættur til Burnley og smellti mynd af sér ásamt Guðna.
,,Umdeildir? Já! En sameina þeir þjóðina? Já,“ skrifar Hjörvar á Twitter og birtir skemmtilega mynd.
Eins og Hjörvar talar stundum um er hann maður þjóðarinnar og var því um öflugt tvíeyki að ræða.
Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Umdeildir? Já! En sameina þeir þjóðina? Já. pic.twitter.com/vFrRePvIuf
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 23 February 2019