fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

„Drungi og ógeð yfir heila helgi“

Menningarárið 2016: Fannar Örn Karlsson

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 1. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Fannar Örn Karlsson, trommari Dauðyflanna.

og Dauðyflin.
Fannar Örn Karlsson, og Dauðyflin.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

Það sem hafði mestu áhrifin á mig var líklega þröngskífa pönkhljómsveitarinnar ROHT. Hún er að vísu tæknilega séð ekki komin út ennþá en hún kemur út á sjötommu á Iron Lung Records í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Ég er samt sem áður búinn að hlusta mjög mikið á hana í allt haust og ROHT finnst mér vera langmest spennandi band Reykjavíkur. Þau eru drungaleg og þung, nett kúkalabbaleg og textarnir þeirra eru and-kapitalískir og anarkískir. Það er svo mikið af bitlausu runki í Reykjavík sem ég næ engri tengingu við en ROHT er band sem mér finnst ég geta átt í samskiptum við. Þau drífa mig áfram og láta mig langa til að svara þeim með minni eigin tónlist. Það eru bestu böndin.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk fannst mér eitt það lang áhugaverðasta sem ég hef upplifað á Íslandi í mörg ár. Lítið annað en bara drungi og ógeð yfir heila helgi. Það eru engir styrktaraðilar og allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar. Svona samfélagsverkefni eru ekki algeng hér á landi og Norðanpaunk endurvakti trú mína á að það væri ennþá hægt að gera áhugaverða og spennandi hluti með háværa tónlist á Íslandi.

Ég var líka mjög spenntur fyrir senunni sem myndast hefur í kringum Hið Myrka Man útgáfuna. Það sem mér finnst gera þessa senu spennandi er að þar er fullt af fólki að leika sér að svona ákveðnum fíling. Þar er fólk að þróast saman og mér finnst ég alltaf vera að taka eftir nýjum verkefnum sem reyna að nálgast þennan fíling á nýjan hátt. Það er mjög kúl leikmannabragur á þessari senu, þar sem fólk fær rými til að gera tilraunir þó þær kannski heppnist ekki alltaf alveg. Þannig andrúmsloft er mjög nærandi og getur alið af sér ótrúlega skemmtilega tónlist.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Tónlistarheimurinn er eini kimi menningar sem ég er í einhverri tengingu við og þar finnst mér allir bara alltaf vera að tala um mest spennandi markaðssetninguna eða eitthvað. Það er drulluleiðinlegt.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug