fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Áhrifavaldur hvarf og lögreglu beið ólýsanlegur hryllingur í súpupotti

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt hrottalegasta morð síðustu ára í Hong Kong er klárlega mál áhrifavaldsins Abby Choi Tin-fung. Lögregla hennar tilkynnti um hvarf hennar í febrúar árið 2023 og örfáum dögum síðar kom lögregla að ólýsanlegum hryllingi í leiguhúsnæði á afskekktum stað í Tai Po.

Lesendur eru varaðir við eftirfarandi lýsingu.

Þar beið lögreglu mikill hryllingum en þar fundust verkfæri á borð við kjötkvörn, vélsög, síðir regnfrakkar, hanskar og grímur. Inni í ísskápnum mátti svo finna líkamshluta. Ljóst var að Choi hefði verið myrt og aflimuð í húsnæðinu. Höfuð hennar og nokkur rif fundust svo í súpupotti innan um gulrætur og annað grænmeti. Búkur hennar og hendur reyndust þó ekki vera í leiguíbúðinni.

Fljótlega var fyrrverandi eiginmaður áhrifavaldsins, Alex Kwong Kong-chi, handtekinn vegna morðsins, en ekki bara hann heldur líka bróðir hans, Anthony Kwong og faðir þeirra, Kwong Kau. Allir þrír voru ákærðir fyrir morð. Móðir Alex, Jenny Li Sui-heung, var svo ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar fyrir að hafa villt um fyrir lögreglu.

En hvers vegna var áhrifavaldurinn myrt með jafn hrottalegum hætti? Saksóknarar töldu að ástæðan væri einföld – peningar. Choi var áhrifavaldur með marga fylgjendur og góðar tekjur. Hún hafði stutt fjölskyldu eiginmanns síns jafnvel eftir skilnaðinn. Það hefur þó ekki dugað fjölskyldunni og því fór sem fór. Lögregla segir að það hafi verið faðir Alex sem hafi átt hugmyndina að morðinu, en hann er fyrrverandi lögreglumaður. Choi hafði meðal annars keypt fasteign handa fyrrum tengdarföður sínum en ætlaði sér nú að selja hana. Því ákvað Kwong-fjölskyldan að plata Choi á afskekktan stað undir því yfirskyni að hún væri að fara að sækja börnin sem hún átti með fyrrverandi manni sínum. Þess í stað beið hennar dauðinn.

Fyrrum eiginmaðurinn ætlaði sér að komast upp með morðið og eftir að líkamsleifar Choi fundust reyndi hann að flýja Hong Kong með bát. Honum var þó ekki kápan úr því klæðinu og bíður nú Kwong-fjölskyldan eftir að aðalmeðferð fari fram í máli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið