fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Trump urðar yfir þingmann repúblikana sem gagnrýndi árásina á Íran – „Aumkunarverður AUMINGI“

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er svo brjálaður út í samflokksmann sinn, Thomas Massie, að hann birti heilan reiðilestur á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.

Massie er þingmaður repúblikana en hann hefur lagt fram þingsályktunartillögu með þingmanni demókrata, Ro Khanna, í síðustu viku til að koma í veg fyrir afskipti Bandaríkjanna af átökunum milli Ísrael og Íran. Þegar Massie og Khanna fréttu af loftárásum Bandaríkjanna á Íran í nótt birtu þeir báðir færslur á samfélagsmiðlum þar sem þeir sögðu Trump hafa brotið gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að hafa ekki fengið samþykki Bandaríkjaþings fyrir árásunum fyrir fram.

Trump er vægast sagt móðgaður.

„Þingmaðurinn Thomas Massie frá Kentucky er ekki MAGA-maður, jafnvel þó hann haldi því sjálfur fram. Reyndar vill MAGA ekkert af honum vita, þekkir hann ekki og ber enga virðingu fyrir honum. Hann er neikvætt afl sem kýs næstum alltaf „NEI“ alveg sama hversu gott málið kann að vera. Hann er einfaldur athyglissjúklingur sem telur það góða pólitík að Íran búi yfir háþróuðu kjarnorkuvopni á meðan Íranir öskra: „Dauði fyrir Ameríku“ við hvert tækifæri.“

Trump segir Írani hafa myrt og limlest þúsundir Bandaríkjamanna og minnir á þegar mótmælendur, með stuðningi nýrra stjórnvalda í Íran, brutu sér leið inn í sendiráð Bandaríkjanna í Teheran í nóvember 1979. Gíslunum í sendiráðinu var haldið í rúmt ár.

„Við náðum stórkostlegum hernaðarlegum árangri í gær með því að taka „sprengjuna“ beint úr höndum þeirra (og þeir hefðu notað hana ef þeir gætu) en eins og venjulega, þrátt fyrir allt lofið og hólið sem við höfum fengið fyrir þetta er þessi „léttvigtarþingmaður“ á móti þessum glæsilega árangri okkar í Íran í gærkvöldi. Massie er aumur, áhrifalaus og segir NEI við nánast öllu sem lagt er fyrir hann.“

Forsetinn hafði ekki logið sér af heldur segir að Massie hafi vanvirt bandaríska herinn með því að viðurkenna ekki hugrekki þeirra og snilligáfu. Gærkvöldið hafi verið fullnaðarsigur gegn Íran.

„Massie ætti að hætta þessu leikriti sínu og læra að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, en hann veit ekki hvernig hann fer að því. Hann hefur ekki hugmynd. Hann mun án efa kjósa gegn „Frábæra, stóra og fallega fjárlagafrumvarpinu“ þó svo að skattar myndu hækka um 68 prósent fyrir alla ef það færi ekki í gegn, og margt mun verra en það. MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða AUMINGJA, Tom Massie, eins og um pestina væri að ræða.“

Trump lofar því að finna góðan föðurlandsvin til að móta Massie í næsta prófkjöri og ætlar forsetinn sjálfur að mæta til Kentucky til að berjast gegn því að Massie haldi sæti sínu.

„MAGA snýst ekki um lata, athyglissjúka og afkastalitla pólitíkusa – sem Thomas Massie er svo sannarlega dæmi um.“

Loks sendir forsetinn góða kveðju til bandaríska hersins og þakkar þeim fyrir störf sín fyrir land og þjóð í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið