fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fókus

Gulli Helga passaði stórstjörnu þegar hún var barn – „Ótrúlega almennileg“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. júní 2025 11:30

Gunnlaugur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smiðnum og útvarpsmanninum Gunnlaugi Helgasyni, Gulla Helga, er greinilega allt til lista lagt. Í viðtali við Ásgeir Pál og Jón Axel í Skemmtilegri leiðinni heim á K100 í vikunni rifjaði Gulli upp þegar hann passaði Zoë Kravitz, dóttur tónlistarmannsins Lenny Kravitz og leikkonunnar Lisu Bonet. Zoë fetaði svo í fótspor móður sinnar og er þekkt leikkona. Hún hefur meðal annars leikið Catwoman í kvikmyndinni The Batman (2022), í Fantastic Beasts-myndunum og Divergent, Big Little Lies og High Fidelity.

Gulli segir svo frá að hann hafi búið í gestahúsi í Topanga Canyon, rétt við Santa Monica í Los Angeles. Lisa Bonet og Lenny Kravitz voru skilin og leigði Bonet hús á næstu lóð við Gulla. Zoë var þá um fjögurra ára gömul, aðeins yngri en sonur Gulla, Helgi Steinar, sem í dag starfar sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu, og börnin léku sér mikið saman.

„Hún kom oft við og skrúfaði niður rúðuna og kallaði: Má Zoë vera hjá ykkur í tvo-þrjá tíma? Ekkert mál. Zoë kom út og svo fóru þau að leika, hún og Helgi Steinar,“ sagði Gulli og segir börnin hafa skemmt sér til að mynda við að kubba.

Helgi Steinar, sonur Gulla, og Zoë Kravitz.

Gulli viðurkennir að honum hafi fundist það skrýtið til að byrja með að vera með svona þekkta leikkonu í næsta húsi. Eitt sinn þegar Lisa kom að sækja dóttur sína varð hins vegar ljóst að sambandið var afslappað og eðlilegt.

„Ég kallaði hana Lisu. Þá sagði hún: Nei Gulli, kallaðu mig Lilakoi. Hún heitir Lilakoi Moon. Það var svona já ókei, við erum komin á þennan stað. En hún er alveg ótrúlega indæl og dóttir hennar ótrúlega almennileg.“

Gulli segir í viðtalinu að hann og fjölskylda hans hafi upplifað margt eftirminnilegt þann tíma sem þau bjuggu í Los Angeles, svo sem skógarelda og óeirðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Zoë Kravitz. Mynd: Getty.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu