Spennandi nýbygging á Alþingisreitnum

Menningarárið 2016: Hildur Steinþórsdóttir

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt, nefnir niðurstöður úr samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum sem einn markverðasta viðburðinn í íslensku menningarlífi árið 2016, enda sé Alþingi mögulega ein merkilegasta bygging sem hægt var að hanna á lýðveldinu Íslandi.
Merkileg bygging Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt, nefnir niðurstöður úr samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum sem einn markverðasta viðburðinn í íslensku menningarlífi árið 2016, enda sé Alþingi mögulega ein merkilegasta bygging sem hægt var að hanna á lýðveldinu Íslandi.

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

arkitekt.
Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.

Það er svo margt búið að gerast í ár. San Fransisco ballettinn kom til Íslands undir stjórn Helga Tómassonar,
Joan Jonas sýndi verkin Reanimation í Listasafni Íslands og Volcano Saga í Listasafninu á Akureyri. Píanókonsert eftir Þórð Magnússon var frumfluttur.

Einnig verður að nefna sýning nemenda Hönnunardeildar Listaháskólans á Design Dutch Week. Núverandi og fyrrverandi nemendur við Listaháskóla Íslands ásamt Garðari Eyjólfssyni, fagstjóra og Rúnu Thors, verkefnastjóra voru með sýninguna No Waste (Ekkert sorp) og var hún valin ein af 10 áhugaverðugustu sýningum Hollensku hönnunarvikunnar DDW. Verkin höfðu það sameiginlegt að vinna með umgengni okkar við efnisneyslu. Sorp er eitt af stærri umhverfisvandamálum sem nútímamenning verður að endurhugsa og er þessi sýning góð fyrirmynd um hvað skapandi nálgun er mikilvægur hlekkur í að finna lausnir á stórum vandamálum.

Sýningin Samfleytt sjálf handan árinnar eftir Pál Hauk Björnsson - sýning sem var sýnd á haustmánuðum í Nýlistasafninu stendur uppúr. Sterk innsetning í rými og áhugavert hvernig Páll vinnur með jafnvægi. Þessu tengt er vert að fjalla um málþing Ferðamannastaðir 360° sem að Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta stóðu fyrir um ferðamannastaði á Íslandi. Í manngerðu umhverfi þarf að finna jafnvægi á milli hluta, staða, fólks og umhverfis. Á ráðstefnunni kom skýrt fram að það er mikil þekking, hæfni og færni til að gera vel.

Sem dæmi má nefna verkið Destination:Iceland unnið af Nohnik arkitektum frá Hollandi sem var unnið í samstarfi við Skaftárhrepp og Háskóla Íslands. Svo ég vitni í lýsingu frá málþinginu þá er markmið verkefnisins „að þróa aðferðir við sjálfbæra nýtingu lands með áherslu á varðveislu og framþróun vistkerfa, hagkerfis og menningar bæði fyrir svæðið í dag og komandi kynslóðir.“ Arkitektarnir voru ferðamenn á Íslandi og urðu hvumsa yfir því hve mikill ágangur er af ferðamönnum á náttúru Íslands. Þau ákváðu því að nýta sér þessa reynslu ásamt sérþekkingu sína sem arkitektar og gerðu áætlun um það hvernig hægt er að vernda náttúruna og að gera ferðamönnum kleift að njóta náttúrunnar og umhverfisins á sem besta hátt áfram næstu hundrað árin. Gefin var út einstaklega flott bók um þetta verkefni sem ber heitið Destination: Iceland, sustainable leisure landscapes in Skaftárhreppur, a holistic approach og er hægt að fletta bókinni á internetinu. Verkefnið er sérstaklega vandað, falleg framsetning og áhugavert sjónarhorn, aðferðarfræði sem hægt væri að nýta fyrir önnur svæði á landinu. Það er mikilvægt að við förum að skoða landsvæði í heild sinni, þvert á milli sýslna, og nú er tími til að framkvæma langtímaáætlun til að varðveita en einnig tryggja það að komandi kynslóðir
geti áfram nýtt og notið staðareinkenna á hverjum stað.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu? (gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend,
nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Nýlega voru kynntar niðurstöður úr samkeppni um nýbyggingu Alþingis. Alþingishúsið er mögulega merkilegasta bygging sem hægt er að hanna á lýðveldinu Íslandi. Það verður spennandi að fylgjast með framkvæmd á byggingunni þar sem vandaður arkitektúr, hönnun og myndlist munu fá að njóta sín í miðbænum.

List fyrir alla á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verkefnið er búið að vera í undirbúningi undanfarin ár en hóf starfssemi nú í ár og á eftir að styrkjast og vaxa enn frekar á næstu árum. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Menning þrífst ekki án komandi kynslóða og það er frábært að lagt er grundvöll fyrir því að öll börn, óháð búsetu, kynnist sem flestum birtingarmyndum menningararfisins. Ég get ekki hætt að tönlast á því hve mikilvægt það er að miðla ólíkri menningu til barna, víðtæk þekking og innsýn í ólíkar listgreinar eflir alla þætti, lífsgæði sem og hæfni einstaklingsins til að takast á við ólík verkefni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Það er búið að vera mikil gerjun alls staðar, margt í undirbúningi. Nýtt fólk er komið í þungavigtarstöður innan menningarheimsins. Helst ber að nefna nýr hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Yan Pascal Tortelier. Ágústa Kristófersdóttir varð safnstjóri Hafnarborgar í lok síðasta árs. Einnig er búið að ráða nýtt fólk í Listaháskólann í nærri öllum deildum. Marshall-húsið út á Granda er að fara að opna í byrjun næsta árs en þar munu verða studio og gallerí, frábær miðstöð sjónlista og mun sannarlega verða flott „platform“ fyrir þá miklu grósku sem á sér stað innan menningar. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir aðilar munu hafa áhrif á næstu komandi menningarár.

Uppfært 25.12.16: Greinin hefur verið uppfærð vegna misvísandi orðlags í myndatexta.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
[Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.](http://www.dv.is/menning/2017/1/1/drungi-og-oged-yfir-heila-helgi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.