fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. júní 2025 08:00

Alejandro Garnacho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, sé ekki að gera neitt til að reyna að bæta samband sitt við stuðningsmenn félagsins þessa dagana, þvert á móti.

Garnacho má fara frá United í sumar, en hann er alls ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea og Napoli.

En sem stendur nýtur Argentínumaðurinn sumarfrísins og hefur ferðast til bæði Rómar og Tókýó í sumar. Nú er hann hins vegar staddur á Ibiza og þaðan birti hann af sér umdeilda mynd sem hefur ekki fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum United.

Garnacho er nefnilega klæddur treyju Aston Villa á myndinni, með nafni Marcus Rashford aftan á. Það er auðvitað annar leikmaður sem er úti í kuldanum hjá United, en hann var á láni hjá Villa seinni hluta síðustu leiktíðar.

„Farðu burt frá félaginu okkar,“ var til að mynda skrifað við myndina og fleira í þeim dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð