Ferðamannaiðnaðurinn er að éta Reykjavík

Menningarárið 2016: Ewa Marcinek

Ewa Marcinek, ljóðskáld, segir ferðamannaiðnaðinn vera að éta Reykjavík og því sé ný nálgun á rýmið nauðsynleg - sérstaklega frá sjónarhorni listar og menningar.
Þurfum nýja nálgun Ewa Marcinek, ljóðskáld, segir ferðamannaiðnaðinn vera að éta Reykjavík og því sé ný nálgun á rýmið nauðsynleg - sérstaklega frá sjónarhorni listar og menningar.
Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Ewa Marcinek, skáld og einn aðstandenda Ós Pressan.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

, ljóðskáld.
Ewa Marcinek , ljóðskáld.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það var þátttökuleikhúsið Phoenix – Reykjavík Edition eftir Wunderland sem var hluti Listahátíð í Reykjavík. Þar var boðið upp á skynræna ferð um Snarfarahöfn. Með heyrnartól á höfðinu gekk maður meðfram hvítum steinunum og fylgdi einföldum leiðbeiningum sem gefnar vorum af listamönnum og GPS hljóðkerfi. Þannig fékk maður að ganga inn í aðra vídd Snarfarahafnar, uppgötva hana í gegnum tónlist, texta, innsetningar og oft mjög tilfinningaþrungin samskipti við sviðslistafólkið. Gamall niðurníddur trukkur, skúr, pípulagnir, runnar, tré, fiskibátur og lítil skúta urðu að leikvelli ímyndunaraflsins þar sem nánast ómögulegt var að greina mörkin milli myndlíkingar og raunveruleika. Eftir þessa upplifun er ég bundin Snarfarahöfn sterkum böndum, stað sem er langt frá spennu miðborgarinnar, stað sem ég þekkti ekki áður og hafði engan áhuga á.

var hluti af Listahátíð í Reykjavík 2016.
Phoenix – Reykjavík Edition var hluti af Listahátíð í Reykjavík 2016.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Eftir þetta mótmælaár er ég enn að bíða eftir raunverulegri samræðu um almenningsrýmið, sérstaklega frá samfélags-menningarlegu sjónahorni. Ferðamannaiðnaðurinn er að éta Reykjavík og ný nálgun á rýmið er nauðsynleg, sérstaklega frá sjónarhorni listar og menningu. Fullkomið dæmi um framtak sem tókst á við þetta á uppbyggilegan hátt var Ferðasendiráð Rockall (e. Travelling Embassy of Rockall) sem tók yfir Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn í þrjá mánuði síðasta sumar. Með fyrirlestrum, tónleikum, dansi og sviðslistaverkum breyttu aðstandendur Rockall og samstarfsmenn þeirra – sérfræðingar, listamenn og aðrir flytjendur – tómum og ónotuðum reit í lifandi almenningsrými sem var opið öllum, jafnt nágrönnum, ferðamönnum og forvitnum krökkum. Þar sem ég sat við varðeld með öðrum sem höfðu átt leið hjá og drógust inn í samræður, frétti ég meðal annars af verkefni sem nemendur við arkitektadeild LHÍ voru að vinna að. Í ár hafa þeir verið að kortleggja Múlahverfið og velta fyrir sér dínamík þess, virkni og framtíð undir handleiðslu arkitektsins Massimo Santanicchia . Ég veit ekki hversu sterk eða kraftmikil þessi þróun er í raun og veru, en fólk er í það minnsta áhyggjufullt og pirrað yfir leiguverðinu, ný hótel og túristabúðir, taka yfir staði eins og Tíu Dropa, Celtic, og svo framvegis. Nýjar blokkir rísa, en til þess eins að hýsa AirB‘n‘B íbúðir. Á Hringbraut deilir Myndlistarskólinn svo húsnæði með hostelinu Oddsson, mér finnst það táknrænt fyrir ástand menningar og lista hér á landi.

var sett upp í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn.
Ferðasendiráð Rockall var sett upp í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Ný opin rými fyrir listamenn sem eru búsettir á svæðinu. Þetta var til að mynda mjög gott ár fyrir Listastofuna, listarými sem er rekið án gróðavonar og hýsir hóp sjálfstæðra listamanna. Það er í miklu upáhaldi hjá mér. Listastofan, sem er fjármögnuð og rekin af Emmu Sanderson og Martyn Daniel, laðar að sér alþjóðlegan hóp fólks enda býður andrúmsloftið mann velkominn og markmið rýmisins er meðal annars að kynna verk nýrra listamanna með ólíkan bakgrunn.

Mér verður einnig hugsað til hóps ungra listamanna sem er að vinna að því skapa tónlistarklasa, vinnurými fyrir tonlistarmenn jafnt sem þá sem starfa á viðskiptalegu hlið tónlistarbransans. Mér finnst þetta verkefni, sem kallast RÝMIX og er hugarfóstur Bryndísar Jónatansdóttur, Andra Ólafssonar og Guðmundar Óskars Guðmundssonar, einstaklega spennandi. Annað nýtt rými sem ég verð að fá að minnast á – og ég er hluti af – er Ós Pressan sem gaf út nýtt bókmenntatímarit nú í haust. Því er ætlað að vera rými fyrir höfunda með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarheimum til að gefa út verk sín.

er vinnu- og sýningarrými sem hóf starfsemi sína fyrr á árinu.
Listastofan er vinnu- og sýningarrými sem hóf starfsemi sína fyrr á árinu.

Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
[Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.](http://www.dv.is/menning/2017/1/1/drungi-og-oged-yfir-heila-helgi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.