fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Eyjan
Sunnudaginn 22. júní 2025 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir engan bilbug á sér þrátt fyrir stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Vissulega hafi síðustu Alþingiskosningar verið mikið áfall og ljóst að Framsókn þarf að finna nýjar áherslur. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Lentu undir valtara

„Sko, kosningarnar voru sannarlega áfall og við upplifðum svolitla höfnun og fannst það ósanngjarnt,“ segir Sigurður. Það hafi nefnilega ekki verið svo að ráðherrar Framsóknar hafi verið að standa sig illa heldur þvert á móti megi sjá að núverandi ríkisstjórn hefur haldið áfram með mikið af þeim verkefnum sem fyrri ríkisstjórn hafði verið að vinna að.

„Þannig okkur fannst við svolítið hafa lent undir einhverjum valtara.“

Sigurður segist sjálfur hafa velt fyrir sér stöðu sinni eftir kosningarnar en eftir fundi með grasrót og miðstjórn hafi honum verið treyst til að leiða flokkinn áfram og treysti sjálfum sér sömuleiðis til að halda áfram. Stjórnmálamenn eigi ekki að sitja á þingi of lengi en Sigurður telur sig enn hafa eitthvað að gefa.

„Þú ert ekkert lengur, eins og í eldgamla daga, í einhver 20-30 ár á þingi. Það eru örfáir sem endast. Þú einfaldlega tærist hraðar upp á tímum samfélagsmiðla en eins og staðan er núna tel ég mig hafa eitthvað að gefa þingflokknum og flokknum.“

Sigurður upplifir að það sé mikill meðbyr með nýjum valdhöfum og á sama tíma líti margir á það sem svo að fyrri ríkisstjórn hafi setið alltof lengi að völdum. Framsókn hafi unnið kosningasigur árið 2021 í Alþingiskosningum og svo í borgarstjórnarkosningunum 2022. Það megi að mestu rekja til skynsemismiðjustefnu sem hafi höfðað vel til kjósenda.

Samfylkingin stal stefnunni

Nú sé það þó svo að mikið af baráttumálum Framsóknar í gegnum tíðina séu orðin að sjálfsögðum hlut, sem sé vissulega góð þróun, en á sama tíma kalli það á nýjar áherslur. Sigurður lætur eins að því liggja að Samfylkingin hafi hrifsað til sín töluvert af kjósendum Framsóknar með því að taka á margan hátt upp þeirra stefnu.

„Samfylkingin tók á margan hátt bara upp okkar stefnu. Við getum bara nefnt sem dæmi útlendingamál, þau bara svissuðu, og í orkumálum. Þetta er svona þessi skynsamlega nálgun.“

Þannig hafi Framsókn verið komin í þá stöðu að helstu áherslumál flokksins voru orðin meginstraums, en á sama tíma hafi fólk verið komið með nóg af síðustu ríkisstjórn og viljað fá inn nýja aðila.

„Þannig að núna þegar við sjáum svo nýja ríkisstjórn vera að byrja að gera eitthvað, og við höfum auðvitað verið að gagnrýna það að þau eru fullmikið að flýta sér, þau eru að koma með mál ekki nægilega vel undirbúin til þingsins,“ segir Sigurður sem telur að ríkisstjórnin hefði betur flýtt sér hægar og beðið með stóru deilumálin og þar með gefið sér betri tíma til undirbúa þau. Það hefði verið skynsamlegri nálgun en að breyta alltof miklu á fyrsta þingi með tilheyrandi átökum.

Sigurður segist ekki stressa sig of mikið á skoðanakönnunum sem stendur enda verði alltaf ákall eftir skynsamri miðju. Flestir séu miðjumenn við beinið.

Hann viðurkennir þó aðspurður að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi, svona þegar litið er í baksýnisspegilinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“