fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Gylfi skoraði í öflugum sigri Víkings – Verk að vinna fyrir Lárus Orra á Skaganum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. júní 2025 21:25

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann rútineraðan sigur á KA fyrir norðan í Bestu deild karla í kvöld.

Nikolaj Hansen kom Víkingi yfir eftir um hálftíma leik og staðan í hálfleik var 0-1. Þegar um 20 mínútur lifðu leiks tvöfaldaði Gylfi Þór Sigurðsson forystu Víkings. Meira var ekki skorað og 0-2 sigur staðreynd.

Víkingur er á toppi deildarinnar með 26 stig, 4 stigum meira en Breiðablik en hefur þó spilað leik meira. KA er í 11. sæti með 12 stig, stigi frá öruggu sæti.

Besta deildin Stjarnan
Mynd: DV/KSJ

Á sama tíma heimsótti Stjarnan Skagamenn, en þetta var síðasti leikur liðsins áður en Lárus Orri Sigurðsson tekur við.

Benedikt Waren kom gestunum yfir skömmu fyrir hlé og snemma í seinni hálfleik gengu Garðbæingar frá leiknum.

Fyrst skoraði Baldvin Þór Berndsen sjálfsmark og skömmu síðar gerði Andri Rúnar Bjarnason þriðja markið. Lokatölur urðu 0-3.

Stjarnan er komin upp fyrir Val og Vestra og í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband