fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Segir að Kristrún Frostadóttir hafi gengið í gildru andstæðinga sinna á Ísafirði – „Líklega er þetta sú setning sem Kristrún mátti síst segja“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson ritstjóri Mannlífs segir að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi stigið í gildru andstæðinga sinna á Ísafirði í vikunni.

Þar hafi hún lýst áformum um stofnun innviðafélags og hvernig tekjur vegna hærri veiðigjalda muni meðal annars renna til vegagerðar.

„Þannig að við þurfum bara að sýna það að við munum standa undir þeim innviðum og þeirri opinberu þjónustu sem mun styrkja samfélögin. Og þetta þurfi ekki að vera eina viðmiðið, það er að segja hversu há veiðigjöld samfélögin eru að greiða.“

Jón Trausti segir í leiðara sínum að með orðalaginu „hversu há veiðigjöld samfélögin eru að greiða“ hafi Kristrún stigið í gildru.

„Líklega er þetta sú setning sem Kristrún mátti síst segja,“ segir Jón Trausti en þannig hafi Kristrún lýst veiðigjöldum sem skatti á samfélög en ekki á hagnað eigenda útgerðanna.

„Með því talaði hún sig beint inn í söguþráð andstæðinga veiðigjaldanna, þeirra sem fengu meðal annars afkomanda kvótaeigenda og fleiri til að taka upp myndbönd af fólki og aðstöðu sveitarfélaga, fyrir auglýsingaherferð undir merkjum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi: Við lifum öll á sjávarútvegi. Þannig samsamaði Kristrún hagsmuni útgerðar og almennings í einni setningu.“

Jón Trausti rekur þó að veiðigjaldið sé nú um 33 prósent af áætluðum hagnaði útgerða. Hins vegar hafi verð aflans byggt að miklu leyti á eigin viðskiptum útgerðanna sem skýri hvers vegna fiskvinnsluhluti sjávarútvegsins hafi síðustu ár verið rekinn með meiri hagnaði en fiskveiðahlutinn.

En veiðigjöld leggist á hagnað og því erfitt að halda því fram að þar sé verið að taka pening frá samfélaginu sem slíku.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi stigið í sömu gildru árið 2012 en þá tókst pólitískum andstæðingum ríkisstjórnarinnar að sameina landsbyggðina gegn frumvarpi sem átti að hækka veiðigjald og losa um eignarhald útgerðarinnar á afnotarétti auðlindarinnar.

Jón Trausti rekur að þessi málflutningur stjórnarandstöðunnar og SFS byggi mikið á því að allur hagnaður útgerðarinnar fari í fjárfestingu í nærumhverfinu. Það sé rangt. Bendir Jón Trausti til dæmis á ábatasama starfsemi Samherja erlendis, svo sem í Namibíu, en eins hafi miklir peningar runnið í eignarhaldsfélög eigenda útgerðanna og svo til að halda Morgunblaðinu gangandi þrátt fyrir taprekstur.

Eins hafi stjórnarandstaðan nú farið að stilla hækkun veiðigjalda upp sem fyrsta skrefi í mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

„Þetta er því aðeins rétt að byrja. Ætlun þingmanna Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er að leggja allt undir í þessum tveimur orrustum. Þar verða kunnuglegar víglínur.“

Á þinginu í gær hafi svo verið gripið í kunnuglega taktíkt með stóryrðum og upphrópunum. Meðal annars hafi Rósa Guðbjartsdóttir stimplað hækkun veiðigjalda sem sósíalisma.

„Við þekkjum svona orðræðu frá Bandaríkjunum og vitum að ef ætlunin er að kljúfa þjóð eru skilvirkustu tólin stóryrði og upphrópaðar ásakanir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum