fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Útskýrir út á hvað málþófið á Alþingi gengur – „Það er nú öll breytingin“ 

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harðardóttir, fyrrum ráðherra, spáir því að stjórnarandstöðuflokkarnir muni horfast í augu við mikið fylgistap í næstu Gallupkönnun. Nú standi yfir málþóf andstöðunnar gegn hækkun veiðigjalda þó svo að meirihluti kjósenda sé fylgjandi frumvarpinu.

Oddný birti færslu í gær þar sem hún útskýrir um hvað málið snýst.

„Málþóf um veiðigjöld er enn í fullum gangi á Alþingi. Um hvað snýst málið? Jú það er um að hækka veiðigjald á kíló af þorski úr 29 krónum í 46 krónur og veiðigjald á uppsjávarfiski miðist við 80% verð á norskum fiskmörkuðum. Fara úr verðviðmiði í reiknireglunni um veiðigjald sem fæst þegar útgerðir versla við sjálfa sig í verð frá mörkuðum. Það er nú öll breytingin.“

Oddný rekur að meirihluti kjósenda vilji sjá frumvarpið verða að lögum enda sé hér um gegnsærra og réttlátara fyrirkomulag að ræða en það sem nú er í gildi. Með færslu sinni birtir hún súlurit til að setja breytingarnar í samhengi.

„Útgerðarmenn leigja kílóið af þorski sín á milli á 500 krónur í þessum mánuði. Fiskframleiðendur og útflytjendur (SFÚ) gerðu tilboð í desember í fyrra og vildu þá borga 150 krónur í veiðigjald fyrir kílóið af þorski. Landssamband smábátaeigenda hafði þá þegar gert tilboð upp á 100 krónur í kílóið. Frumvarpið leggur til 46 krónur á meðan veiðigjaldið er núna 29 krónur.

Ég spái því að umræðan á Alþingi gufi upp þegar stjórnarandstöðuflokkarnir horfast í augu við mikið fylgistap í næstu Gallupkönnun.“

May be a graphic of text that says '600 500 500 Krónur á kíló af porski 400 Kvótaleiga milli útgerõa júní 2025. 300 200 Tilboő Samtaka Fiskframleidenda ogÚt- Út- og flytjenda (SFÚ), desember 2024 100 150 Tilboő Landssambands smábátaeig- enda, október 2024 0 100 Kvótamarkadir Tilboő ilboőfiskvinnsla 29 46 Tilboő odsmábátasjómanna Veiöigjald nú Veioigjald eftir breytingar'

Fyrrum þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, skrifar í athugasemd við færsluna að út frá þessu mætti ætla að veiðigjaldið mætti jafnvel vera enn hærra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum