fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Stjörnur missa rödd sína

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 3. desember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður er á hótelherbergi í útlöndum kveikir maður á sjónvarpinu til að sjá hvaða rásir er þar að finna. Þetta gerði ég á dögunum í Salzburg, þeirri fallegu borg sem um þetta leyti árs breytist í dýrðarinnar jólaland. Í sjónvarpinu voru alls kyns rásir en nær undantekningarlaust var þar töluð þýska, líka í erlendum þáttum og Hollywood-kvikmyndum. Þarna heyrði ég Angelu Lansbury tala reiprennandi þýsku í þáttunum um Jessicu Fletcher og það sama gerði Leonard Nimoy í Star Trek-þætti.

Við þekkjum raddir þeirra sem við umgöngumst. Við þekkjum einnig raddir leikara og í þeirri stétt kann fólk sannarlega að nota röddina. Það á ekki að breyta þannig röddum heldur leyfa þeim að njóta sín. Á hótelherberginu í Salzburg starði ég forviða á frú Lansbury, vinkonu mína til margra ára, tala þýsku með rödd sem var ekki hennar eigin. Mér var misboðið og stillti á aðra rás þar sem við mér blasti herra Nimoy sem einnig talaði þýsku en ekki heldur með eigin rödd. Þetta fannst mér ekki gott! Ég ákvað að hætta að skipta milli stöðva því ekki vildi ég rekast á Anthony Hopkins, sem hefur dásamlega rödd, tala þýsku með hversdagslegri röddu.

Vonandi tökum við Íslendingar ekki upp þann ósið að talsetja erlendar kvikmyndir og þætti. Raddir eru hluti af manneskjunni og það á ekki að svipta hana rödd sinni og gefa henni aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“