fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Segir engar heimildamyndir jafnast á við South Park

Adam Curtis segir heimildamyndaformið í krísu

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn vinsæli en umdeildi breski heimildamyndagerðarmaður Adam Curtis segir að hefðbundnum heimildamyndum hafi hreinlega mistekist að útskýra hinn ofurflókna samtíma okkar fyrir áhorfendum, skáldskapur sem notast við heimildir sé mun gagnlegri til að varpa ljósi á raunveruleikann. Þetta segir hann í viðtali við breska dagblaðið The Guardian um stöðu heimildamyndarinnar.

Curtis nefnir til dæmis kvikmyndir á borð við The Big Short og American Honey, og þáttaraðirnar This is England og South Park sem dæmi um verk sem varpi nýju ljósi á veruleikann – en síðastnefndu þættina segir hann vera tæra snilld.

„Öll þessi verk snúast um að sýna fólki raunveruleikann, en þau gera það á óvæntan og hugvitsamlegan hátt. Þau bjóða þér að horfa á heiminn á nýjan hátt, á meðan hefðbundnar heimildamyndir virðast sitja fastar,“ segir Curtis sem nýlega sendi frá sér heimildamyndina HyperNormalisation á BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“