fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Hinn ógæfusami Sloane

Gamanþáttur með tregafullu ívafi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 13. nóvember 2016 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ógæfusami herra Sloane birtist okkur á RÚV á þriðjudagskvöldum og kallar á væntumþykju okkar. Sloane tekst á við mikið mótlæti, eiginkona hans yfirgaf hann til að finna sjálfa sig og hann missti lífslöngun. Í fyrsta þætti reyndi hann að hengja sig en það mistókst eins og flest annað sem hann tekur sér fyrir hendur.

Sloane er vinalegur og klaufalegur og þarfnast þess sárlega að vera elskaður. Í síðasta þætti fann hann vinkonu en svo óheppilega vildi til að hann glataði símanúmeri hennar. Við vonum að þau eigi eftir að hittast aftur.

Það er ýmislegt sem dást má að í þessum þáttum. Fyrst ber að telja frammistöðu aðalleikarans Nick Frost, sem smellpassar í hlutverk Sloane. Frost tekst að sýna okkur dulinn sársauka manns sem reynir að láta eins og ekkert sé. Sloane er persóna sem mann langar til að vernda og maður vill ekki að illa fari fyrir honum. Aukaleikararnir standa sig allir mjög vel í túlkun á ansi sérstökum og sérsinna persónum og þar er áberandi hin óþolandi og afskiptasama nágrannakona Sloane. Hin dásamlega leikkona Olivia Colman leikur hina brotthlaupnu eiginkonu Sloane, en hana sáum við síðast sem hina kasóléttu Angelu í Næturverðinum. Colman gerir allt vel og þá skiptir engu hvort hún leikur gamanhlutverk eða þau hádramatísku.

Þættirnir um herra Sloane eru gamanþættir með tregafullu ívafi. Húmorinn er stundum svartur eins og endurtekin atriði þar sem drykkjufélagi Sloane á kránni lætur ung börn sín bíða eftir sér úti í bíl.

Hinn vinalegi og seinheppni herra Sloane á skilið að fá athygli sjónvarpsáhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki