fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Forsetakjör Trump er ekki auglýsingabrella

Framleiðendur dystópísku framtíðarþáttanna Black Mirror segjast ekki vera á bak við Trump

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Black Mirror hafa staðfest að kjör Donalds Trump til Bandaríkjaforseta sé ekki markaðsbrella fyrir þessa dystópísku framtíðarþætti, en þriðja sería var nýlega gerð aðgengileg á Netflix.

„Þetta er ekki sjónvarpsþáttur. Þetta er ekki markaðsbrella. Þetta er raunveruleikinn,“ var skrifað á Twitter-reikning þáttanna á miðvikudag eftir að fjölmargir höfðu sagt úrslitin helst minna á atburðarás sem gæti verið teiknuð upp af handritshöfundum þáttanna.

„Ég fíla ekki þennan þátt af Black Mirror #Kosningakvöld,“ „þessi þáttur af Black Mirror er ógnvænlegur,“ og „er það svona að búa í þætti af Black Mirror #kosningakvöld“ voru nokkur dæmi um athugasemdirnar sem birtust á Twitter þegar úrslitin voru ljós. 

Framvinda bandarísku forsetakosninganna þykir minna mikið á atburðarás þáttar í annarri seríu Black Mirror frá 2013, en þar býður teiknimyndapersóna úr vinsælum grínþætti sig fram til bæjarstjórnarkosninga. Teiknimyndabjörninn og kosningabarátta hans minnir um margt á Trump enda býður hann ekki upp á nein stefnumál heldur notfærir sér andúð almennings á stjórnmálum, rífur kjaft og hvetur til ofbeldis, til þess að ná kjöri.

Maðurinn á bak við Black Mirror, Charlie Brooker, hefur sjálfur sagt að sér hafi þótt sá þáttur hafa misst marks og verið allt of fjarstæðukenndur – þar til Donald Trump bauð sig fram til forseta.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsuvegferð söngkonunnar: Máltíðirnar þrjár sem hún borðar á hverjum degi

Heilsuvegferð söngkonunnar: Máltíðirnar þrjár sem hún borðar á hverjum degi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs