fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Alþjóðlegur fríhafnarræningi tekinn með græna úlpu í flugrútunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 17:47

Lögreglan á Suðurnesjum við störf sín - myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem stundað hefur að ræna fríhafnir í Evrópu, þ.e. Þýskalandi, Finnlandi og Írlandi – heiðraði nú Flugstöð Leifs Eiríkssonar með starfsemi sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tilkynnt var um að maðurinn hefði rænt grænni úlpu úr einni af verslununum í flugstöðinni. Leit hófst að manninum í flugstöðinni en síðan fréttist af því að hann hefði keypt sér rútumiða og náði lögregla honum í flugrútunni. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmann sem hefur farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi og Írlandi og nú síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Tilkynning hafði borist um að maðurinn hefði stolið dýrri grænni úlpu í verslun í FLE. Lögreglumenn hófu þegar leit í flugstöðinni en lögð var sérstök áhersla á að finna viðkomandi vegna fjölda þjófnaðarmála sem upp hafa komið á árinu og virðast vera skipulögð glæpastarfsemi. Sú leit bar ekki árangur en lögreglan hafði spurnir af manni sem lýsingin gat átt við og hafði sá keypt sér rútumiða. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn rútu  á Reykjanesbraut og þar sat sá grunaði  með úlpuna, sem verðmiðinn var enn á, sér við hlið. Í  farangri sem hann hafði meðferðis var meint þýfi sem einnig kom úr fríhafnarverslunum í FLE. Var þar um að ræða fatnað og snyrtivörur sem enn voru í umbúðunum. Verðmæti varningsins nam 240 þúsund krónum.

  Maðurinn hefur verið handtekinn í þremur ofangreindu löndunum fyrir sömu iðju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast